Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 20. október 2018 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þórir Guðjóns: Vonandi fer maður að skora aftur almennilega
Þórir yfirgaf Fjölni og fór í Breiðablik.
Þórir yfirgaf Fjölni og fór í Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Guðjónsson gekk í gær frá samningi við Breiðablik. Þórir kemur til Breiðabliks frá Fjölni.

Þórir ræddi um þessi félagaskipti sín við Tómas Þór og Elvar Geir í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í dag.

„Gústi (Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks) hafði samband við mig og talaði um hvað planið væri fyrir næsta tímabil. Mér leist vel á það sem hann var að leggja upp," sagði Þórir um aðdraganda félagaskiptanna.

„Það voru nokkur lið en Breiðablik var alltaf það sem heillaði mest."

Þórir hefur spilað með Fjölni síðustu ár en Fjölnir féll niður í Inkasso-deildina á tímabilinu sem var að líða.

„Ég tók þá ákvörðun (að fara ekki niður í Inkasso-deildina) snemma. Ég vildi spila í Pepsi og Fjölnir skildi það vel."

Hvað fór úrskeiðis í sumar?
Fjölnir náði sér ekki á strik í sumar og féll úr deildinni ásamt Keflavík. Hvað var það sem fór úrskeiðis?

„Stór spurning. Ætli það hafi ekki aðallega verið andlega hliðin, það vantaði sjálfstraust í liðið. Það var stærsti þátturinn, en það voru margir þættir sem spiluðu inn í þetta. Þetta var leiðinlegt hvernig fór. Þetta var góður hópur."

Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, þekkir Þóri vel og sér tækifæri í því að koma framherjanum aftur í gang en hann skoraði einungis þrjú mörk í sumar þegar Fjölnir féll.

„Það gekk ekki vel í sumar og vonandi fer maður að skora aftur almennilega."

„Það er mjög mikil samkeppni hjá Blikum og mér finnst það jávætt, og spennandi. Vonandi gerir það mig að betri leikmanni. Maður verður að berjast fyrir sætinu sínu og það er spennandi að takast á við nýjar áskoranir."

Viðtalið má hlusta á með því að smella hér. Viðtalið byrjar eftir eina klukkustund og sjö mínútur.
Athugasemdir
banner
banner
banner