Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 27. október 2018 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle ekki enn unnið leik - Gerðist síðast fyrir 120 árum
Mynd: Getty Images
Staðan er ekki góð hjá Newcastle. Liðið er aðeins með þrjú stig eftir 10 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Lærisveinar Rafa Benitez gerðu markalaust jafntefli gegn Southampton á þessum ágæta laugardegi. Þetta var þriðja jafntefli liðsins í deildinni á þessari leiktíð en allir jafntefisleikirnir hafa endað markalausir.

Þetta er í annað sinn í sögu Newcastle þar sem liðinu mistekst að vinna í fyrstu deildarleikjum sínum á tímabili. Það gerðist síðast fyrir 120 árum, 1898-99 tímabilið.

Góðu fréttirnar fyrir Newcastle eru þær að liðið hélt sér uppi 1899.

Stuðningsmenn eru mjög ósáttir við stöðu mála. Maðurinn sem þeir eru ósáttir við heitir Mike Ashley og er eigandi félagsins. Stuðningsmennirnir dýra Rafa Benitez.

Sjá einnig:
Ashley tók pening í stað þess að láta Rafa fá hann



Athugasemdir
banner
banner
banner