Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 02. nóvember 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Óttar Bjarni: Skynjaði mikinn metnað
Óttar Bjarni Guðmundsson.
Óttar Bjarni Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér leist mjög vel á allt sem þeir höfðu fram að færa hvort sem það snéri að liðinu sjálfu eða umgjörð. Skynjaði mikinn metnað og eftir gott spjall við Jóhannes Karl þá var þetta engin spurning," segir Óttar Bjarni Guðmundson, nýr varnarmaður ÍA, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Óttar samdi við ÍA í gær eftir að hafa leikið með Stjörnunni undanfarin tvö ár. Hann ákvað á dögunum að yfirgefa herbúðir Stjörnunnar.

„Spiltíminn hjá Stjörnunni var af skornum skammti því miður og ég er kominn á þann aldur að ég þarf að fá að spila."

„Ég hef bara góða hluti að segja um Stjörnuna, flottur klúbbur og maður eignaðist mjög marga frábæra vini þarna en maður er í þessu til að spila og því varð ég að róa á önnur mið og er mjög stoltur og spenntur að hafa gengið til liðs við ÍA."


Óttar er 28 ára gamall en fleiri félög sýndu honum áhuga. „Það voru einhver lið sem sýndu áhuga en ekkert sem fór almennilega í gang."

ÍA vann Inkasso-deildina í sumar og Óttar hefur trú á að liðið geti fest sig í sessi í Pepsi-deildinni á nýjan leik. „Já, ekki spurning. Ég tel að upp á Skaga sé allt til alls til þess að félagið nái að stabilisera sig sem Pepsi-deildarklúbb," sagði Óttar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner