Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 02. nóvember 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Birnir Snær: Valur það eina sem kom til greina
Birnir í leik með Fjölni síðastliðið sumar.
Birnir í leik með Fjölni síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur keypti í gær kantmanninn Birni Snæ Ingason frá Fjölni. Birnir segir að Valur hafi verið eina félagið sem kom til greina eftir að hann frétti af áhuga þeirra.

„Félagskiptin áttu sér ekki langan aðdraganda. Eftir tímabilið þegar ég heyrði að Valur hafði áhuga á mér og ég var búinn að taka þá ákvörðun að spila í efstu deild þá var það eina sem kom til greina," sagði Birnir við Fótbolta.net í dag en fleiri félög sýndu honum einnig áhuga.

„Í byrjun voru nokkur lið í myndinni en þegar Valur kom inn í myndina þá þurfti ég ekki að hugsa mig um."

Valsmenn hafa orðið Íslandsmeistarar tvö ár í röð og mikil samkeppni er um sæti í liðinu þar.

„Mér líst mjög vel á það, þar er mikil samkeppni og held hún muni bara gera mig af betri leikmanni svo ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili."

Birnir hefur alla sína tíð spila með uppeldisfélagi sínu Fjölni en liðið féll úr Pepsi-deildinni í haust.

„Það er náttúrulega mjög erfitt að yfirgefa þá eftir fall úr deildinni. Þetta er mitt uppeldisfélag og eina félag sem ég hef spilað fyrir þannig það er mjög sárt að yfirgefa þá ekki í efstu deild," sagði Birnir.
Athugasemdir
banner
banner