Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 24. nóvember 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri: Getum ekki haldið í við Man City
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri hefur farið frábærlega af stað við stjórnvölinn hjá Chelsea og er liðið enn ósigrað á tímabilinu, að undanskildu tapi gegn Manchester City í leiknum um Góðgerðarskjöldinn.

Þrátt fyrir frábæra byrjun telur Sarri sína menn ekki geta haldið í við topplið Man City sem valtaði yfir ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili.

Þetta segir Sarri sem býr yfir mikilli reynslu frá tíma sínum hjá Napoli, þar sem hann og lærisveinar hans eltust við topplið Juventus ár eftir ár.

„Að mínu mati eru Man City sterkari en við. Við þurfum að leggja mikið á okkur ef við ætlum að brúa bilið," sagði Sarri, en fjögur stig skilja liðin að í toppbaráttunni.

„Við getum náð þeim, en við erum ekki að gera það á fyrsta tímabili. Manchester City ber höfuð og herðar yfir alla aðra í ensku úrvalsdeildinni.

„Þar fyrir utan er eitt mjög gott lið, Liverpool, og fjögur lið sem berjast um Meistaradeildarsætin. Chelsea, Arsenal, Tottenham og Manchester United."


Chelsea tekur á móti Tottenham í stórleik í kvöld. Eitt stig skilur liðin að í þriðja og fjórða sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner