Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
   fös 10. maí 2024 23:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Kyle McLagan varnarmaður Fram
Kyle McLagan varnarmaður Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu Stjörnuna á Samsung völlinn í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjörnumenn náður forystunni í fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í fjörugum síðari hálfleik og þar við sat. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Þetta var erfiður leikur. Þeir gáfu okkur mikil vandræði í fyrri hálfleik og við vorum ekki að spila okkar besta leik en 1-0 í hálfleik og allt getur gerst. Í síðari hálfleik vorum við mun hugrakkari. Við vildum spila og fórum í maður á mann vörn um allan völl og þurftum að vinna okkar bardaga en í restina þá endum við með stig á erfiðum útivelli gegn góðu liði." Sagði Kyle McLagan varnarmaður Fram eftir leikinn í kvöld. 

„ Í fyrri hálfleik þá voru þeir að vanda okkur vandræðum í svæðunum sem þeir voru að finna. Ég held við vorum ekki að pressa þá nægilega vel, leikmennirnir sem fengu boltann voru að finna sendingar á milli línana og ná að snúa. Þessi svæði sem þeir voru að finna var að fara illa með okkur." 

„Í seinni hálfleik þá gáfum við Kennie grænt á að spila svolítið inni á miðju og við fórum í maður á mann vörn þar sem allir þurftu að vinna sín einvígi og það var kannski það sem breyttist. Við höfðum engu að tapa svo við mættum bara í barning." 

Kyle McLagan hefur verið að spila virkilega vel í upphafi tímabils fyrir Fram. 

„Já ég er að njóta þess að spila. Það að vera í miðjunni í fimm manna vörn, komandi tilbaka eftir meiðsli gefur mér smá öryggi.  Ég er að njóta þess að spila og þú færð nýja sýn á fótbolta eftir að hafa verið frá í heilt ár og ég hef gaman að því að vinna og spila fótbolta og það hefur verið svolítið þannig fyrstu sex umferðinar og vonandi getum við haldið því áfram og þetta verður skemmtilegt sumar." 

Nánar er rætt við Kyle McLagan í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner