Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
banner
   fös 10. maí 2024 23:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Kyle McLagan varnarmaður Fram
Kyle McLagan varnarmaður Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu Stjörnuna á Samsung völlinn í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjörnumenn náður forystunni í fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í fjörugum síðari hálfleik og þar við sat. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Þetta var erfiður leikur. Þeir gáfu okkur mikil vandræði í fyrri hálfleik og við vorum ekki að spila okkar besta leik en 1-0 í hálfleik og allt getur gerst. Í síðari hálfleik vorum við mun hugrakkari. Við vildum spila og fórum í maður á mann vörn um allan völl og þurftum að vinna okkar bardaga en í restina þá endum við með stig á erfiðum útivelli gegn góðu liði." Sagði Kyle McLagan varnarmaður Fram eftir leikinn í kvöld. 

„ Í fyrri hálfleik þá voru þeir að vanda okkur vandræðum í svæðunum sem þeir voru að finna. Ég held við vorum ekki að pressa þá nægilega vel, leikmennirnir sem fengu boltann voru að finna sendingar á milli línana og ná að snúa. Þessi svæði sem þeir voru að finna var að fara illa með okkur." 

„Í seinni hálfleik þá gáfum við Kennie grænt á að spila svolítið inni á miðju og við fórum í maður á mann vörn þar sem allir þurftu að vinna sín einvígi og það var kannski það sem breyttist. Við höfðum engu að tapa svo við mættum bara í barning." 

Kyle McLagan hefur verið að spila virkilega vel í upphafi tímabils fyrir Fram. 

„Já ég er að njóta þess að spila. Það að vera í miðjunni í fimm manna vörn, komandi tilbaka eftir meiðsli gefur mér smá öryggi.  Ég er að njóta þess að spila og þú færð nýja sýn á fótbolta eftir að hafa verið frá í heilt ár og ég hef gaman að því að vinna og spila fótbolta og það hefur verið svolítið þannig fyrstu sex umferðinar og vonandi getum við haldið því áfram og þetta verður skemmtilegt sumar." 

Nánar er rætt við Kyle McLagan í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner