Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
   fös 10. maí 2024 23:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Kyle McLagan varnarmaður Fram
Kyle McLagan varnarmaður Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu Stjörnuna á Samsung völlinn í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjörnumenn náður forystunni í fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í fjörugum síðari hálfleik og þar við sat. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Þetta var erfiður leikur. Þeir gáfu okkur mikil vandræði í fyrri hálfleik og við vorum ekki að spila okkar besta leik en 1-0 í hálfleik og allt getur gerst. Í síðari hálfleik vorum við mun hugrakkari. Við vildum spila og fórum í maður á mann vörn um allan völl og þurftum að vinna okkar bardaga en í restina þá endum við með stig á erfiðum útivelli gegn góðu liði." Sagði Kyle McLagan varnarmaður Fram eftir leikinn í kvöld. 

„ Í fyrri hálfleik þá voru þeir að vanda okkur vandræðum í svæðunum sem þeir voru að finna. Ég held við vorum ekki að pressa þá nægilega vel, leikmennirnir sem fengu boltann voru að finna sendingar á milli línana og ná að snúa. Þessi svæði sem þeir voru að finna var að fara illa með okkur." 

„Í seinni hálfleik þá gáfum við Kennie grænt á að spila svolítið inni á miðju og við fórum í maður á mann vörn þar sem allir þurftu að vinna sín einvígi og það var kannski það sem breyttist. Við höfðum engu að tapa svo við mættum bara í barning." 

Kyle McLagan hefur verið að spila virkilega vel í upphafi tímabils fyrir Fram. 

„Já ég er að njóta þess að spila. Það að vera í miðjunni í fimm manna vörn, komandi tilbaka eftir meiðsli gefur mér smá öryggi.  Ég er að njóta þess að spila og þú færð nýja sýn á fótbolta eftir að hafa verið frá í heilt ár og ég hef gaman að því að vinna og spila fótbolta og það hefur verið svolítið þannig fyrstu sex umferðinar og vonandi getum við haldið því áfram og þetta verður skemmtilegt sumar." 

Nánar er rætt við Kyle McLagan í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner