Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
   fös 10. maí 2024 23:13
Brynjar Óli Ágústsson
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Lengjudeildin
<b>Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.</b>
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara vonbrigði að vinna ekki.'' segir Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir 1-1 jafntefli gegn Grindavík í annarri umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍR

„Mér fannst við miklu betri. Þeir skora bara mark og þá slökknaði aðeins á okkur og síðan fannst mér við vera með öll völd á leiknum alla tímann,''

ÍR koma inn í þessa deild sem nýliðar og eru með 4 stig eftir tvo leiki.

„Við áttum frábæran leik í síðustu viku og hann er bara búinn og það voru þrjú stig. Hefði viljað meira hérna, en fyrir mót þá held ég að við hefðum verið sáttir með stig og einn sigur. Ég sagði í viðtali fyrir mótið að mér finnst við geta unnið öll lið og þessu liði var spáð ofarlega og góðu gengi og Keflavík,''

„Þetta er sami hópur nánast og í fyrra, við bættum lítið við okkur. Við höfum bara mikla trú á strákunum og vonandi heldur þetta áfram.''

Það var vel mætt frá stuðningsmönnum ÍR í stúkuna.

„Þetta er alvöru menn, það er ljóst. Þeir eru búnir að hjálpa okkur, bæði ÍRingum í Keflavík og svo voru fleiri hérna. Við þurufm líka að sýna þeim að við séum skemmtilegir og góðir,'' segir Árni Freyr í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner