Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fös 10. maí 2024 22:57
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu Stjörnuna á Samsung völlinn í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjörnumenn náður forystunni í fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í fjörugum síðari hálfleik og þar við sat. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Mér fannst við vera góðir. Mér fannst við vera sharp, mér fannst við vera aggressívir og mér fannst strákarnir bara verðskulda meira úr þessum leik." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn var mjög lokaður í fyrri hálfleik en opnaðist og varð mun opnari í síðari hálfleik. 

„Þeir koma framar. Þeir voru búnir að liggja þéttir og geta auðvitað ekki gert það þegar þeir eru komnir marki undir og við það opnast bara svolítið leikurinn og það er bara allt í lagi. Við komumst í mjög góðar stöður og hefðum getað nýtt það. Við hefðum kannski getað bæði í fyrri og seinni hálfleik komið okkur í meiri forystu." 

Stjarnan gerði tilkall til vítaspyrnu í leiknum og vildi Jökull sjá dómarann benda á punktunn þegar Óli Valur féll í teignum eftir tæklingu frá Kyle McLagan. 

„Þegar Óli er bara hamraður niður. Ég gat ekki séð hann taka boltann en ég á eftir að sjá það aftur. Ég man ekki eftir augljósara víti svona frá því sjónarhorni sem ég stóð." 

Jökull gefur lítið fyrir gagnrýnisraddirnar í upphafi tímabils. 

„Við erum ekkert að reyna svara einhverjum öðrum. Við höldum bara áfram og hlustum sem minnst á umræðuna og erum bara stöðugt að reyna laga okkar leik og verða betri. Auðvitað kannski smá skref til baka frá seinustu tveim leikjum en það var ekkert issue. Mér fannst við líta vel út í dag og vel út í síðasta leik og við höldum bara áfram og verðum betri." 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner