Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   fös 10. maí 2024 22:57
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu Stjörnuna á Samsung völlinn í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjörnumenn náður forystunni í fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í fjörugum síðari hálfleik og þar við sat. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Mér fannst við vera góðir. Mér fannst við vera sharp, mér fannst við vera aggressívir og mér fannst strákarnir bara verðskulda meira úr þessum leik." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn var mjög lokaður í fyrri hálfleik en opnaðist og varð mun opnari í síðari hálfleik. 

„Þeir koma framar. Þeir voru búnir að liggja þéttir og geta auðvitað ekki gert það þegar þeir eru komnir marki undir og við það opnast bara svolítið leikurinn og það er bara allt í lagi. Við komumst í mjög góðar stöður og hefðum getað nýtt það. Við hefðum kannski getað bæði í fyrri og seinni hálfleik komið okkur í meiri forystu." 

Stjarnan gerði tilkall til vítaspyrnu í leiknum og vildi Jökull sjá dómarann benda á punktunn þegar Óli Valur féll í teignum eftir tæklingu frá Kyle McLagan. 

„Þegar Óli er bara hamraður niður. Ég gat ekki séð hann taka boltann en ég á eftir að sjá það aftur. Ég man ekki eftir augljósara víti svona frá því sjónarhorni sem ég stóð." 

Jökull gefur lítið fyrir gagnrýnisraddirnar í upphafi tímabils. 

„Við erum ekkert að reyna svara einhverjum öðrum. Við höldum bara áfram og hlustum sem minnst á umræðuna og erum bara stöðugt að reyna laga okkar leik og verða betri. Auðvitað kannski smá skref til baka frá seinustu tveim leikjum en það var ekkert issue. Mér fannst við líta vel út í dag og vel út í síðasta leik og við höldum bara áfram og verðum betri." 


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner
banner