Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 10. maí 2024 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Endrick í brasilíska landsliðshópnum - Ekkert pláss fyrir Casemiro
Endrick er í hópnum
Endrick er í hópnum
Mynd: Getty Images
Casemiro var byrjunarliðsmaður á HM í Katar og á 75 A-landsleiki en hann fær ekki miða í flugið til Bandaríkjanna
Casemiro var byrjunarliðsmaður á HM í Katar og á 75 A-landsleiki en hann fær ekki miða í flugið til Bandaríkjanna
Mynd: Getty Images
Dorival Júnior, þjálfari brasilíska landsliðsins, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir Suður-Ameríkubikarinn, sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og júlí.

Markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins, Neymar, er ekki í hópnum. Það var ekki gert ráð fyrir honum á mótinu, en hann er enn að jafna sig eftir krossbandsslit.

Hinn 17 ára gamli Endrick er í hópnum eftir frábæra frammistöðu í marsglugganum. Hann gengur í raðir Real Madrid í sumar.

Ekkert pláss er fyrir þá Casemiro og Richarlison. Casemiro er að eiga sitt slakasta tímabil í Evrópuboltanum til þessa á meðan Richarlison er að glíma við meiðsli.

Markmenn: Alisson (Liverpool), Ederson (Manchester City) Bento (Athletico Paranaense)

Varnarmenn: Danilo (Juventus), Yan Couto (Girona), Guilheme Arana (Atletico Mineiro), Wendell (Porto), Beraldo (Paris Saint-Germain), Marquinhos (Paris Saint-Germain), Eder Militão (Real Madrid), Gabriel Magalhães (Arsenal)

Miðjumenn: Andreas Pereira (Fulham), Bruno Guimarães (Newcastle), Douglas Luiz (Aston Villa), João Gomes (Wolverhampton), Lucas Paquetá (West Ham)

Sóknarmenn: Endrick (Palmeiras), Evanilson (Porto), Gabriel Martinelli (Arsenal), Raphinha (Barcelona), Savinho (Girona), Rodrygo (Real Madrid), Vinícius Júnior (Real Madrid)
Athugasemdir
banner
banner
banner