Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 10. maí 2024 22:43
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu Stjörnuna á Samsung völlinn í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjörnumenn náður forystunni í fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í fjörugum síðari hálfleik og þar við sat. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Frábært að taka stig hérna á Stjörnuvellinum og sérstaklega ef við tökum. mið af fyrri hálfleiknum og hvernig við spiluðum hann. Við vorum ekki eins og við eigum af okkur að vera. Hvorki í varnarleiknum né þegar við fengum boltann." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn í kvöld.

Stjarnan leiddi í hálfleik sem var mjög lokaður en í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp og varð mun opnari.

„Stjarnan er nátturlega að vinna 1-0 og við ákváðum að reyna pressa útspörkin þeirra og pressa þá hátt uppi og setja þá í vandræði en það kostar það að það verður allt opið hér tilbaka fyrir vikið og þú þarft að spila svolítið maður á mann en við erum með menn í vörninni sem geta það í Kyle, Kennie og Þorra." 

„Mikill hraði bæði í Kyle og Kennie og svo leystu allir bara sín verkefni vel og við komum Stjörnunni í vandræði. Þeir áttu fullt af fail sendingum í síðari hálfleik sem að við vorum að nýta okkur og fara hratt á þá og við náðum að hafa boltann miklu meira í síðari hálfleik." 

Fram hafa fengið mikið hrós fyrir varnarleikinn í upphafi móts og Kyle McLagan verið virkilega öflugur í upphafi móts.

„Hann er nátturlega bara einn hluti af þessu en auðvitað er hann með gríðarlega mikla reynslu og er aftasti maður í vörninni hjá okkur og hann er með Kennie við hliðina á sér sem að er ekki búin að vera síðri en Kyle að mínu mati. Þorri 18 ára strákur, hann sýgur allt upp sem að þeir eru að tala um við hann í leikjum og hjálpa honum og láta hann taka réttu stöðurnar. Þetta er allt búið að fara ofboðslega vel af stað og við erum mjög ánægðir og svona reynsluboltar og miklir íþróttamenn eins og Kyle og Kennie eru þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur og komast inn fyrir þá. Þeir eru sterkir í loftinu, fljótir og grimmir þannig þetta eru bara góðir varnarmenn." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner