Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
   fös 10. maí 2024 22:43
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu Stjörnuna á Samsung völlinn í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjörnumenn náður forystunni í fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í fjörugum síðari hálfleik og þar við sat. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Frábært að taka stig hérna á Stjörnuvellinum og sérstaklega ef við tökum. mið af fyrri hálfleiknum og hvernig við spiluðum hann. Við vorum ekki eins og við eigum af okkur að vera. Hvorki í varnarleiknum né þegar við fengum boltann." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn í kvöld.

Stjarnan leiddi í hálfleik sem var mjög lokaður en í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp og varð mun opnari.

„Stjarnan er nátturlega að vinna 1-0 og við ákváðum að reyna pressa útspörkin þeirra og pressa þá hátt uppi og setja þá í vandræði en það kostar það að það verður allt opið hér tilbaka fyrir vikið og þú þarft að spila svolítið maður á mann en við erum með menn í vörninni sem geta það í Kyle, Kennie og Þorra." 

„Mikill hraði bæði í Kyle og Kennie og svo leystu allir bara sín verkefni vel og við komum Stjörnunni í vandræði. Þeir áttu fullt af fail sendingum í síðari hálfleik sem að við vorum að nýta okkur og fara hratt á þá og við náðum að hafa boltann miklu meira í síðari hálfleik." 

Fram hafa fengið mikið hrós fyrir varnarleikinn í upphafi móts og Kyle McLagan verið virkilega öflugur í upphafi móts.

„Hann er nátturlega bara einn hluti af þessu en auðvitað er hann með gríðarlega mikla reynslu og er aftasti maður í vörninni hjá okkur og hann er með Kennie við hliðina á sér sem að er ekki búin að vera síðri en Kyle að mínu mati. Þorri 18 ára strákur, hann sýgur allt upp sem að þeir eru að tala um við hann í leikjum og hjálpa honum og láta hann taka réttu stöðurnar. Þetta er allt búið að fara ofboðslega vel af stað og við erum mjög ánægðir og svona reynsluboltar og miklir íþróttamenn eins og Kyle og Kennie eru þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur og komast inn fyrir þá. Þeir eru sterkir í loftinu, fljótir og grimmir þannig þetta eru bara góðir varnarmenn." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner
banner