Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   fös 10. maí 2024 22:43
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu Stjörnuna á Samsung völlinn í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjörnumenn náður forystunni í fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í fjörugum síðari hálfleik og þar við sat. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Frábært að taka stig hérna á Stjörnuvellinum og sérstaklega ef við tökum. mið af fyrri hálfleiknum og hvernig við spiluðum hann. Við vorum ekki eins og við eigum af okkur að vera. Hvorki í varnarleiknum né þegar við fengum boltann." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn í kvöld.

Stjarnan leiddi í hálfleik sem var mjög lokaður en í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp og varð mun opnari.

„Stjarnan er nátturlega að vinna 1-0 og við ákváðum að reyna pressa útspörkin þeirra og pressa þá hátt uppi og setja þá í vandræði en það kostar það að það verður allt opið hér tilbaka fyrir vikið og þú þarft að spila svolítið maður á mann en við erum með menn í vörninni sem geta það í Kyle, Kennie og Þorra." 

„Mikill hraði bæði í Kyle og Kennie og svo leystu allir bara sín verkefni vel og við komum Stjörnunni í vandræði. Þeir áttu fullt af fail sendingum í síðari hálfleik sem að við vorum að nýta okkur og fara hratt á þá og við náðum að hafa boltann miklu meira í síðari hálfleik." 

Fram hafa fengið mikið hrós fyrir varnarleikinn í upphafi móts og Kyle McLagan verið virkilega öflugur í upphafi móts.

„Hann er nátturlega bara einn hluti af þessu en auðvitað er hann með gríðarlega mikla reynslu og er aftasti maður í vörninni hjá okkur og hann er með Kennie við hliðina á sér sem að er ekki búin að vera síðri en Kyle að mínu mati. Þorri 18 ára strákur, hann sýgur allt upp sem að þeir eru að tala um við hann í leikjum og hjálpa honum og láta hann taka réttu stöðurnar. Þetta er allt búið að fara ofboðslega vel af stað og við erum mjög ánægðir og svona reynsluboltar og miklir íþróttamenn eins og Kyle og Kennie eru þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur og komast inn fyrir þá. Þeir eru sterkir í loftinu, fljótir og grimmir þannig þetta eru bara góðir varnarmenn." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner