Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 10. maí 2024 22:43
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu Stjörnuna á Samsung völlinn í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjörnumenn náður forystunni í fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í fjörugum síðari hálfleik og þar við sat. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Frábært að taka stig hérna á Stjörnuvellinum og sérstaklega ef við tökum. mið af fyrri hálfleiknum og hvernig við spiluðum hann. Við vorum ekki eins og við eigum af okkur að vera. Hvorki í varnarleiknum né þegar við fengum boltann." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn í kvöld.

Stjarnan leiddi í hálfleik sem var mjög lokaður en í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp og varð mun opnari.

„Stjarnan er nátturlega að vinna 1-0 og við ákváðum að reyna pressa útspörkin þeirra og pressa þá hátt uppi og setja þá í vandræði en það kostar það að það verður allt opið hér tilbaka fyrir vikið og þú þarft að spila svolítið maður á mann en við erum með menn í vörninni sem geta það í Kyle, Kennie og Þorra." 

„Mikill hraði bæði í Kyle og Kennie og svo leystu allir bara sín verkefni vel og við komum Stjörnunni í vandræði. Þeir áttu fullt af fail sendingum í síðari hálfleik sem að við vorum að nýta okkur og fara hratt á þá og við náðum að hafa boltann miklu meira í síðari hálfleik." 

Fram hafa fengið mikið hrós fyrir varnarleikinn í upphafi móts og Kyle McLagan verið virkilega öflugur í upphafi móts.

„Hann er nátturlega bara einn hluti af þessu en auðvitað er hann með gríðarlega mikla reynslu og er aftasti maður í vörninni hjá okkur og hann er með Kennie við hliðina á sér sem að er ekki búin að vera síðri en Kyle að mínu mati. Þorri 18 ára strákur, hann sýgur allt upp sem að þeir eru að tala um við hann í leikjum og hjálpa honum og láta hann taka réttu stöðurnar. Þetta er allt búið að fara ofboðslega vel af stað og við erum mjög ánægðir og svona reynsluboltar og miklir íþróttamenn eins og Kyle og Kennie eru þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur og komast inn fyrir þá. Þeir eru sterkir í loftinu, fljótir og grimmir þannig þetta eru bara góðir varnarmenn." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner