Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. nóvember 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maddison: Bjóst við snertingu sem kom svo aldrei
Maddison gengur af velli.
Maddison gengur af velli.
Mynd: Getty Images
James Maddison fékk að líta rauða spjaldið þegar Leicester gerði jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Miðjumaðurinn fékk tvö gul spjöld, það seinna fyrir að dýfa sér.

Það hefur stundum gerst að dómari sleppi því að gefa leikmanni annað gula spjaldið þegar um leikaraskap er að ræða en það var ekki þannig í gær. Chris Kavanagh, dómari leiksins, sýndi Maddison enga miskunn og sendi hann beinustu leið í sturtu.

Maddison hefur sent frá sér afsökunarbeiðni.

„Ég bið alla afsökunar á því sem gerðist. Enginn vill sjá leikaraskap í okkar fallega leik. Ég bjóst við snertingu sem kom aldrei, en það er engin afsökun. Þetta eru mistök sem ég mun læra af. Strákarnir sýndu frábæran baráttuvilja að komast aftur inn í leikinn og fara heim með verðskuldað stig," skrifaði Maddison á Instagram.

Sem betur fyrir hann þá tapaði Leicester ekki leiknum. Staðan var 1-0 fyrir Brighton þegar hann var rekinn af velli á 28. mínútu en Leicester jafnaði úr vítaspyrnu á 79. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner