„Það er rosalega gott að vera kominn heim," segir Haukur Heiðar Hauksson en hann gekk í raðir KA á föstudaginn.
Haukur var á meðal viðmælenda í útvarpsþætti Fótbolti.net í gær en Elvar Geir og Tómas Þór ræddu við hann.
Smelltu hér til þess að hlusta á viðtalið við Hauk í útvarpsþættinum.
Haukur var á meðal viðmælenda í útvarpsþætti Fótbolti.net í gær en Elvar Geir og Tómas Þór ræddu við hann.
Smelltu hér til þess að hlusta á viðtalið við Hauk í útvarpsþættinum.
„Ég get reyndar alveg sagt það líka að það er mjög skrítin tilfinning. Manni líður svona svolítið eins og maður sé að koma í frí, það eru 7-8 ár síðan að maður bjó hérna síðast. Yfirleitt þegar maður kemur heim á þessum tíma þá er það til þess að fara í jólafrí."
„Þegar maður kemst í smá rútínu og ég byrja að æfa á fullu þá áttar maður sig fyrst á því að maður er virkilega fluttur heim."
En afhverju ákveður Haukur Heiðar að koma heim úr atvinnumennsku á þessum tímapunkti á hans ferli?
„Meiðslin spila þar inní. Síðustu tvö ár hafa verið erfið hvað það varðar en ég er búinn að fara í þrjár aðgerðir og það hefur gengið misvel. Svo er ég líka kominn með fjölskyldu og hún spilar inní þegar ákvörðunin er tekin. Þetta er mjög spennandi."
KA hefur verið að sanka að sér leikmönnum en ásamt Hauki skrifuðu tveir aðrir leikmenn undir samning við félagið á föstudaginn. Þeir Andri Fannar Stefánsson og Almar Ormarsson.
Guðjón Pétur Lýðsson er einnig kominn til félagsins en Haukur segist spenntur fyrir því sem er í gangi hjá félaginu.
„Mér líst mjög vel á þetta. Það er mikill metnaður hjá félaginu eins og sést á stemningunni. Það eru margir góðir leikmenn að koma inn, Gaui, Andri, Almar og það eru virkilega spennandi tímar framundan. Við höfum trú á því að KA geti gert stóra hluti."
„Við þurfum ekkert að vera feimnir að tala um það hvert við stefnum og til hvers er ætlast af liðinu. Það eru miklar væntingar og mikil pressa miðað við hvað er búið að leggja í þetta."
Haukur segir að gæðin hafi aukist í deildinni frá því að hann spilaði hér síðast.
„Frá því að ég var hérna síðast þá hafa gæðin orðið meiri og ég þarf klárlega að vera á tánum ef að ég ætla að ná að sýna mínar bestu hliðar. Maður þarf að taka þetta áfram eins og maður sér í atvinnumennskunni."
Haukur segir að tímarnir hjá AIK hafi verið frábærir.
„Já þetta er geggjaður klúbbur. Þegar við erum að spila "derby" leiki þá eru fimmtíu þúsund manns á leiknum og stuðningsmennirnir eru alveg klikkaðir. Það hafa margir stórir leikmenn komið þarna eftir að hafa spilað í stórum deildum og þeir segja allir að ef að þú getir höndlað pressuna í AIK þá getur þú spilað hvar sem er."
Flestir Íslendingar muna eftir og þekkja Hauk Heiðar sem hægri bakvörð en hann er nú mögulega að fara að spila einn miðvarða í þriggja hafsenta kerfi hjá Óla Stefáni.
„Ég hef ekki náð að ræða nógu mikið við Óla en ég talaði þó við hann í gær (föstudag). Ég veit að hann vill spila með þrjá miðverði og hann sér mig hægra megin. Það hentar mér vel og ég er búinn að spila þar síðustu tvö ár með AIK."
Smelltu hér til þess að hlusta á viðtalið við Hauk í útvarpsþættinum.
Athugasemdir