Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 25. janúar 2019 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arnautovic áfram hjá West Ham (Staðfest)
Arnautovic er búinn að gera 7 mörk í 16 deildarleikjum á tímabilinu.
Arnautovic er búinn að gera 7 mörk í 16 deildarleikjum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Marko Arnautovic er búinn að staðfesta að hann sé ekki á förum frá West Ham í janúarglugganum.

Arnautovic vildi yfirgefa félagið og var ósáttur þegar það hafnaði tilboðum frá tveimur kínverskum félögum.

Kínversku félögin eru talin hafa boðið rúmlega 30 milljónir punda fyrir sóknarmanninn en West Ham vildi 50.

Arnautovic er 29 ára Austurríkismaður sem hefur gert 19 mörk í 53 leikjum fyrir Hamrana frá komu sinni sumarið 2017.

Arnautovic er lykilmaður í sóknarlínu West Ham en vill spila fyrir stærra félag á besta kafla ferilsins.

„Ég ætla að binda enda á allar sögusagnir. Ég verð áfram hjá West Ham og geri mitt besta til að hjálpa liðinu að klífa upp töfluna og reyna að vinna bikarinn," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Arnautovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner