Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. febrúar 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pellegrini segir að Klopp sé vanur að vinna á rangstöðumörkum
Pellegrini og Klopp fara yfir málin eftir leik.
Pellegrini og Klopp fara yfir málin eftir leik.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, var ekki sáttur eftir jafntefli gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sjá einnig:
Pellegrini og Noble ósáttir - „Áttum líklega skilið að vinna"

Liverpool skoraði mark sem átti aldrei að standa, en Pellegrini ræddi við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, eftir leik. Það virtist ekki vera neitt vinalegt á milli þeirra.

Pellegrini var spurður út í það á fréttamannafundi eftir leik, en þá sagði hann:

„Klopp er vanur því að vinna á rangstöðumörkum. Hann vann mig þegar ég var hjá Malaga með marki sem var sjö metra rangstaða. Hann getur kvartað yfir neinu," sagði Pellegrini.

Smelltu hér til að sjá hvað Klopp sagði eftir leik.



Athugasemdir
banner
banner
banner