Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mið 03. apríl 2019 12:21
Elvar Geir Magnússon
Jói Harðar orðinn aðalþjálfari Start til bráðabirgða
Jóhannes stýrði ÍBV fyrri hluta sumars 2015 áður en hann flutti aftur til Noregs af persónulegum ástæðum.
Jóhannes stýrði ÍBV fyrri hluta sumars 2015 áður en hann flutti aftur til Noregs af persónulegum ástæðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Harðarson, fyrrum þjálfari ÍBV, er orðinn aðalþjálfari hjá norska félaginu Start til bráðabirgða.

Jóhannes var aðstoðarmaður Kjetil Rekdal sem var óvænt rekinn í síðustu viku. Hann hefur starfað hjá Start í tvö ár en hann byrjaði í unglingaþjálfun hjá félaginu.

„Jói er tryggur og öflugur félagsmaður sem hefur hjálpað Start áður í sambærilegum aðstæður. Við kunnum hæfileika hans, fagmennsku og persónuleika. Hvað við munum gera í þjálfaramálum skýrist betur á næstu dögum og vikum," sagði Tor-Kristian Karlsen, íþróttastjóri Start, þegar hann var spurður að því hvort Jóhannes gæti tekið við sem aðalþjálfari til frambúðar.

Start er mikið Íslendingalið sem leikur í norsku B-deildinni og tapaði gegn Álasundi 1-0 í fyrstu umferð um síðustu helgi.

Aron Sigurðarson byrjaði leikinn hjá Start og á bekknum voru Kristján Flóki Finnbogason (kom inn á á 35. mínútu) og Guðmundur Andri Tryggvason (ónotaður varamaður).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner