Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 27. apríl 2019 13:29
Ívan Guðjón Baldursson
England: West Ham vann á nýjum leikvangi Tottenham
Tottenham 0 - 1 West Ham
0-1 Michail Antonio ('67)

Tottenham tók á móti West Ham í Lundúnaslag í dag og hefði sigur komið sér vel í Meistaradeildarbaráttunni.

Þetta var fimmti leikur Tottenham á sínum nýja leikvangi en fyrstu fjórir enduðu mjög vel. Tottenham vann þá alla með markatöluna 8-0 og því þung þraut fyrir Hamrana í dag.

Heimamenn byrjuðu betur og var Son Heung-min sprækur en gestirnir komu sér inn í leikinn og komust nálægt því að skora áður en flautað var til leikhlés. Inn fór boltinn þó ekki og staðan markalaus í hálfleik.

Hamrarnir tóku leikinn í hendur sér í síðari hálfleik og skoraði Michail Antonio eftir stórkostlega sendingu frá Marko Arnautovic. Antonio varð þar með fyrsti andstæðingur Tottenham til að skora gegn þeim á nýja vellinum.

Heimamenn reyndu að jafna en það var ekki nógu mikill kraftur í sóknarleiknum. Litlu munaði að Fernando Llorente næði að jafna í uppbótartíma en boltanum bjargað við marklínuna og glæsilegur 0-1 sigur West Ham staðreynd.

Tottenham er sem fyrr í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum fyrir ofan Arsenal í fimmta sæti. West Ham er um miðja deild, fimm stigum frá sjöunda sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir