Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 03. maí 2019 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Alexandra Jóhanns spáir í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar
Alexandra Jóhannsdóttir er spámaður umferðarinnar.
Alexandra Jóhannsdóttir er spámaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Björn Daníel og félagar fara í Víkina.
Björn Daníel og félagar fara í Víkina.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hilmar Árni og félagar fara í Grindavíkina.
Hilmar Árni og félagar fara í Grindavíkina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
2. umferðin í Pepsi Max-deild karla hefst á morgun með Kópavogslag, HK og Breiðabliks.

Á sunnudaginn fara síðan fram fjórir leiki og á mánudaginn lýkur umferðin með leik Víkings R. og FH.

Alexandra Jóhannsdóttir leikmaður Breiðabliks spáir í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar en Lucas Arnold var með þrjá leiki rétta í 1. umferðinni.

HK 0 - 3 Breiðablik (16:00 á morgun)
Eftir sannfærandi sigur á móti Grindavík í fyrstu umferð og svo góðan sigur á móti Magna í bikarnum halda Blikar áfram að skora mörk. Gulli setur líka allt í lás fyrir aftan þá svo þetta verður bara nokkuð öruggur sigur hjá þeim.

KA 0 - 2 Valur (16:00 á sunnudag)
Valsarar sýna sitt rétta andlit fyrir norðan og vinna sannfærandi sigur þar.

KR 3 - 1 ÍBV (16:30 á sunnudag)
Eftir flottan sigur í bikarnum móti Stjörnunni verður KR á heimavelli aðeins of stór biti fyrir ÍBV. Ég trúi því samt að leikurinn verði jafn í byrjun en svo hægt og rólega þá sigli KR framúr.

Grindavík 0 - 1 Stjarnan (19:15 á sunnudag)
Stjarnan verður mestmegnis með boltann í leiknum og eiga eftir að fá góð færi. Grindvíkingar eru samt seigir þannig Stjörnumenn ná ekki að koma inn nema einu marki.

Fylkir 1 - 2 ÍA (19:15 á sunnudag)
Skagamenn voru mjög flottir í fyrsta leik og eiga þeir eftir að halda áfram að standa sig vel. Þeir komast í 2-0 og Fylkismenn ná svo rétt að klóra í bakkann undir lok leiks en það dugar ekki.

Víkingur 1 - 2 FH (19:15 á mánudag)
Víkingar byrja mjög vel og komast í 1-0. FH tekur svo öll völd í seinni hálfleik og sigla þessu sannfærandi heim. FH spiluðu virkilega flottan bolta á móti Val í bikarnum og halda þeir því áfram.

Sjá einnig:
Lucas Arnold (3 réttir)

Athugasemdir
banner