Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 26. apríl 2019 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lucas Arnold spáir í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar
Lucas Arnold.
Lucas Arnold.
Mynd: Úr einkasafni
Lucas spáir því að Zamorano skori þrennu og dragi upp Batman-grímu.
Lucas spáir því að Zamorano skori þrennu og dragi upp Batman-grímu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fer Pepsi Max-deild karla af stað með opnunarleik Vals og Víkings R. að Hlíðarenda. Það ríkir mikil spenna fyrir deildinni og Lucas Arnold er væntanlega einn af þeim spenntustu.

Lucas er gífurlega mikill fótboltaáhugamaður. Hann vinnur sem ráðgjafi hjá Football Radar í London og þar fjallar hann um Pepsi Max-deildina. Lucas kolféll fyrir íslenska boltanum og missir ekki af leik.

Smelltu hér til að lesa viðtal við hann frá 2017.

Við fengum Lucas Arnold til að spá í fyrstu umferðina í Pepsi Max-deildinni.

Valur 1 - 0 Víkingur R. (klukkan 20 í kvöld)
Valur byrjar leikinn rólega, Víkingur verður inn í leiknum. Verður pirrandi kvöldi fyrir Valsmenn en 2017' útgáfan af Sigurði Agli mun skoraði sigurmarkið úr rugluðu færi - sumir munu kalla þetta mark ársins nú þegar.

ÍBV 1- 1 Fylkir (klukkan 14 á morgun)
Fín byrjun hjá báðum liðum, Castillion skorar í fyrsta leik en ÍBV nær stigi eftir furðulegt sjálfsmark. Það fer enginn ósáttur heim með þetta stig.

Grindavík 2 - 2 Breiðablik (14 á morgun)
Liðin munu skiptast á að sækja. Strákarnir hans Túfa koma á óvart og komast í 2-0 áður en Thomas Mikkelsen eyðileggur veisluna.

FH 2 - 0 HK (16 á morgun)
Stefnir í leiðinlegt jafntefli þangað til Steven Lennon skorar seint með sporðdrekasparki. Brandur bætir svo við öðru marki. HK-ingar verða stoltir en fara tómhentir heim.

ÍA 4 - 0 KA (16 á morgun)
Stuðningsmenn ÍA fara heim fullvissir um að þeir verði meistarar eftir þennan sigur. KA-menn mæta ekki, það verða gerð mistök eftir mistök, Gonzalo og Viktor fara á kostum. Gonzalo mun draga upp Batman-grímu þegar hann fullkomnar þrennu sína.

Stjarnan 3 - 3 KR (20 á morgun)
LEIKUR UMFERÐARINNAR. Þvílíkur leikur á laugardagskvöldi. Pablo Punyed skorar fyrsta markið með langskoti en KR nær ekki að halda í sigurinn. Hver verður hetjan sem kemur inn af bekknum hjá Stjörnunni og bjargar stigi? Nimo Gribenco, munið nafnið.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum í Pepsi Max-deildinni!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner