Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 17. maí 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 4. umferð: Veit meira um fótbolta en handboltakempan
Bjarki Steinn Bjarkason - ÍA
Bjarki Steinn í leik með ÍA í sumar.
Bjarki Steinn í leik með ÍA í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara frábær leikur hjá okkur. Það var gott að ná fyrsta markinu snemma og við sýndum karakter með því að klára leikinn í seinni hálfleik og halda hreinu í þokkabót, það er mikilvægt fyrir okkur," sagði Bjarki Steinn Bjarkason leikmaður ÍA sem gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk Skagamanna í 2-0 sigri á FH í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Bjarki Steinn er leikmaður 4. umferðarinnar að mati Fótbolta.net.

„Ég er virkilega sáttur við frammistöðu mína í leiknum og allra í liðinu líka. Við höfum sýnt að við getum unnið öll lið í þessari deild," sagði Bjarki en Skagaliðið er á toppi deildarinnar eftir fyrstu fjórar umferðirnar með 10 stig, jafn mörg stig og Breiðablik.

Fyrra mark Bjarka í leiknum var hans fyrsta í efstu deild en hann varð 19 ára fyrr í þessum mánuði.

„Það var mjög skemmtilegt að ná mínu fyrsta marki í efstu deild og því öðru í sama leiknum en það var í raun bara bónus, fyrst og fremst eru það stigin þrjú sem eru mikilvægust fyrir okkur."

Bjarki Steinn gekk í raðir ÍA frá Aftureldingu fyrir síðasta tímabil og lék með liðinu í Inkasso-deildinni.

„Ég ákvað að fara upp á Skaga til að taka næsta skref á mínum ferli. Hugmyndafræði Jóa og Sigga heillaði mig virkilega og ég tók eftir metnaðinum sem var í gangi á Skaganum. Það að æfa á hverjum degi í liði með þessi gæði skemmir alls ekki fyrir," sagði hinn ungi og efnilegi Bjarki Steinn sem er sonur handbolta-goðsagnarinnar, Bjarka Sigurðssonar.

„Pabbi fylgist mjög vel með öllu sem er í gangi og það kemur fyrir að hann gefi mér góð ráð þó ég viti sennilega meira um fótbolta en handbolta kempan," sagði Bjarki Steinn léttur í bragði.

En hver eru hans markmið á ferlinum?

„Fyrst og fremst er bara fókus á þetta tímabil sem er nýbyrjað núna og við sjáum hvað gerist á næstu árum en er ekki annars draumur allra að fara út í atvinnumennsku," sagði Bjarki Steinn að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

„Það er yfirleitt Meat and cheese á Dominos, þetta klassíska."

Sjá einnig:
Bestur í 3. umferð: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Athugasemdir
banner
banner