Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
banner
   mán 13. maí 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 3. umferð: Þetta er að detta svolítið fyrir mig
Kolbeinn Þórðarson - Breiðablik
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn í bikarúrslitunum í fyrra.
Kolbeinn í bikarúrslitunum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er virkilega ánægður, þetta var mjög flottur sigur. Við spiluðum vel og mættum vel gíraðir til leiks," sagði Kolbeinn Þórðarson leikmaður 3. umferðar í Pepsi Max-deildinni.

Kolbeinn skoraði tvívegis í 3-1 sigri Breiðabliks á Víkingi á föstudagskvöldið. Leikurinn fór fram á heimavelli Fylkis þar sem heimavöllur Breiðabliks er ekki tilbúinn.

„Þetta var skrítið. Þetta er auðvitað bara gervigras svipað og við erum að fá til okkar. Þetta var mjög gaman og við náðum að gera þetta að okkar heimavelli. Þetta var eins og venjulegur heimaleikur."

„Við byrjuðum leikinn að krafti og náðum að fylgja því eftir allan leikinn. Mér fannst við ekki gefa þeim nein tækifæri til þess að komast aftur inn í leikinn. Eftir markið þeirra sem var mikill skellur, þá fannst mér við alltaf vera fara vinna þennan leik."

Blikarnir voru fyrsta liðið til að sigra Víking í sumar.

„Þeir eru með gott lið og spila skemmtilegan bolta. Við náðum að mæta þeim vel í þessum leik."

Þrátt fyrir ungan aldur er þetta þriðja tímabil Kolbeins í meistaraflokki. Hann hefur nú skorað þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar, en hann hafði aldrei skorað í efstu deild fyrir tímabilið.

„Það er gott að fá tækifæri og mér finnst ég hafa nýtt tækifærin vel. Þetta er að detta svolítið fyrir mig núna. Vonandi heldur það bara áfram, þetta er skemmtilegt. Ég er fyrst og fremst að einbeita mér að þessu tímabili, það er spennandi að vera í Breiðabliki. Ég er ekki kominn með hausinn neitt lengra en það," sagði Kolbeinn.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)

Sjá einnig:
Lið 3. umferðar
Hófið - Óli Jó stýrir EKKI liðinu aðra umferðina í röð



Athugasemdir
banner