Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   mán 13. maí 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 3. umferð: Þetta er að detta svolítið fyrir mig
Kolbeinn Þórðarson - Breiðablik
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn í bikarúrslitunum í fyrra.
Kolbeinn í bikarúrslitunum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er virkilega ánægður, þetta var mjög flottur sigur. Við spiluðum vel og mættum vel gíraðir til leiks," sagði Kolbeinn Þórðarson leikmaður 3. umferðar í Pepsi Max-deildinni.

Kolbeinn skoraði tvívegis í 3-1 sigri Breiðabliks á Víkingi á föstudagskvöldið. Leikurinn fór fram á heimavelli Fylkis þar sem heimavöllur Breiðabliks er ekki tilbúinn.

„Þetta var skrítið. Þetta er auðvitað bara gervigras svipað og við erum að fá til okkar. Þetta var mjög gaman og við náðum að gera þetta að okkar heimavelli. Þetta var eins og venjulegur heimaleikur."

„Við byrjuðum leikinn að krafti og náðum að fylgja því eftir allan leikinn. Mér fannst við ekki gefa þeim nein tækifæri til þess að komast aftur inn í leikinn. Eftir markið þeirra sem var mikill skellur, þá fannst mér við alltaf vera fara vinna þennan leik."

Blikarnir voru fyrsta liðið til að sigra Víking í sumar.

„Þeir eru með gott lið og spila skemmtilegan bolta. Við náðum að mæta þeim vel í þessum leik."

Þrátt fyrir ungan aldur er þetta þriðja tímabil Kolbeins í meistaraflokki. Hann hefur nú skorað þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar, en hann hafði aldrei skorað í efstu deild fyrir tímabilið.

„Það er gott að fá tækifæri og mér finnst ég hafa nýtt tækifærin vel. Þetta er að detta svolítið fyrir mig núna. Vonandi heldur það bara áfram, þetta er skemmtilegt. Ég er fyrst og fremst að einbeita mér að þessu tímabili, það er spennandi að vera í Breiðabliki. Ég er ekki kominn með hausinn neitt lengra en það," sagði Kolbeinn.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)

Sjá einnig:
Lið 3. umferðar
Hófið - Óli Jó stýrir EKKI liðinu aðra umferðina í röð



Athugasemdir
banner
banner