Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
banner
   mán 13. maí 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 3. umferð: Þetta er að detta svolítið fyrir mig
Kolbeinn Þórðarson - Breiðablik
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn í bikarúrslitunum í fyrra.
Kolbeinn í bikarúrslitunum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er virkilega ánægður, þetta var mjög flottur sigur. Við spiluðum vel og mættum vel gíraðir til leiks," sagði Kolbeinn Þórðarson leikmaður 3. umferðar í Pepsi Max-deildinni.

Kolbeinn skoraði tvívegis í 3-1 sigri Breiðabliks á Víkingi á föstudagskvöldið. Leikurinn fór fram á heimavelli Fylkis þar sem heimavöllur Breiðabliks er ekki tilbúinn.

„Þetta var skrítið. Þetta er auðvitað bara gervigras svipað og við erum að fá til okkar. Þetta var mjög gaman og við náðum að gera þetta að okkar heimavelli. Þetta var eins og venjulegur heimaleikur."

„Við byrjuðum leikinn að krafti og náðum að fylgja því eftir allan leikinn. Mér fannst við ekki gefa þeim nein tækifæri til þess að komast aftur inn í leikinn. Eftir markið þeirra sem var mikill skellur, þá fannst mér við alltaf vera fara vinna þennan leik."

Blikarnir voru fyrsta liðið til að sigra Víking í sumar.

„Þeir eru með gott lið og spila skemmtilegan bolta. Við náðum að mæta þeim vel í þessum leik."

Þrátt fyrir ungan aldur er þetta þriðja tímabil Kolbeins í meistaraflokki. Hann hefur nú skorað þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar, en hann hafði aldrei skorað í efstu deild fyrir tímabilið.

„Það er gott að fá tækifæri og mér finnst ég hafa nýtt tækifærin vel. Þetta er að detta svolítið fyrir mig núna. Vonandi heldur það bara áfram, þetta er skemmtilegt. Ég er fyrst og fremst að einbeita mér að þessu tímabili, það er spennandi að vera í Breiðabliki. Ég er ekki kominn með hausinn neitt lengra en það," sagði Kolbeinn.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)

Sjá einnig:
Lið 3. umferðar
Hófið - Óli Jó stýrir EKKI liðinu aðra umferðina í röð



Athugasemdir
banner