Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 13. maí 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 3. umferð: Þetta er að detta svolítið fyrir mig
Kolbeinn Þórðarson - Breiðablik
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn í bikarúrslitunum í fyrra.
Kolbeinn í bikarúrslitunum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er virkilega ánægður, þetta var mjög flottur sigur. Við spiluðum vel og mættum vel gíraðir til leiks," sagði Kolbeinn Þórðarson leikmaður 3. umferðar í Pepsi Max-deildinni.

Kolbeinn skoraði tvívegis í 3-1 sigri Breiðabliks á Víkingi á föstudagskvöldið. Leikurinn fór fram á heimavelli Fylkis þar sem heimavöllur Breiðabliks er ekki tilbúinn.

„Þetta var skrítið. Þetta er auðvitað bara gervigras svipað og við erum að fá til okkar. Þetta var mjög gaman og við náðum að gera þetta að okkar heimavelli. Þetta var eins og venjulegur heimaleikur."

„Við byrjuðum leikinn að krafti og náðum að fylgja því eftir allan leikinn. Mér fannst við ekki gefa þeim nein tækifæri til þess að komast aftur inn í leikinn. Eftir markið þeirra sem var mikill skellur, þá fannst mér við alltaf vera fara vinna þennan leik."

Blikarnir voru fyrsta liðið til að sigra Víking í sumar.

„Þeir eru með gott lið og spila skemmtilegan bolta. Við náðum að mæta þeim vel í þessum leik."

Þrátt fyrir ungan aldur er þetta þriðja tímabil Kolbeins í meistaraflokki. Hann hefur nú skorað þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar, en hann hafði aldrei skorað í efstu deild fyrir tímabilið.

„Það er gott að fá tækifæri og mér finnst ég hafa nýtt tækifærin vel. Þetta er að detta svolítið fyrir mig núna. Vonandi heldur það bara áfram, þetta er skemmtilegt. Ég er fyrst og fremst að einbeita mér að þessu tímabili, það er spennandi að vera í Breiðabliki. Ég er ekki kominn með hausinn neitt lengra en það," sagði Kolbeinn.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)

Sjá einnig:
Lið 3. umferðar
Hófið - Óli Jó stýrir EKKI liðinu aðra umferðina í röð



Athugasemdir