Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   mán 13. maí 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 3. umferð: Þetta er að detta svolítið fyrir mig
Kolbeinn Þórðarson - Breiðablik
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn í bikarúrslitunum í fyrra.
Kolbeinn í bikarúrslitunum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er virkilega ánægður, þetta var mjög flottur sigur. Við spiluðum vel og mættum vel gíraðir til leiks," sagði Kolbeinn Þórðarson leikmaður 3. umferðar í Pepsi Max-deildinni.

Kolbeinn skoraði tvívegis í 3-1 sigri Breiðabliks á Víkingi á föstudagskvöldið. Leikurinn fór fram á heimavelli Fylkis þar sem heimavöllur Breiðabliks er ekki tilbúinn.

„Þetta var skrítið. Þetta er auðvitað bara gervigras svipað og við erum að fá til okkar. Þetta var mjög gaman og við náðum að gera þetta að okkar heimavelli. Þetta var eins og venjulegur heimaleikur."

„Við byrjuðum leikinn að krafti og náðum að fylgja því eftir allan leikinn. Mér fannst við ekki gefa þeim nein tækifæri til þess að komast aftur inn í leikinn. Eftir markið þeirra sem var mikill skellur, þá fannst mér við alltaf vera fara vinna þennan leik."

Blikarnir voru fyrsta liðið til að sigra Víking í sumar.

„Þeir eru með gott lið og spila skemmtilegan bolta. Við náðum að mæta þeim vel í þessum leik."

Þrátt fyrir ungan aldur er þetta þriðja tímabil Kolbeins í meistaraflokki. Hann hefur nú skorað þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar, en hann hafði aldrei skorað í efstu deild fyrir tímabilið.

„Það er gott að fá tækifæri og mér finnst ég hafa nýtt tækifærin vel. Þetta er að detta svolítið fyrir mig núna. Vonandi heldur það bara áfram, þetta er skemmtilegt. Ég er fyrst og fremst að einbeita mér að þessu tímabili, það er spennandi að vera í Breiðabliki. Ég er ekki kominn með hausinn neitt lengra en það," sagði Kolbeinn.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)

Sjá einnig:
Lið 3. umferðar
Hófið - Óli Jó stýrir EKKI liðinu aðra umferðina í röð



Athugasemdir
banner
banner
banner