Torfi Tímóteus Gunnarsson (KA)
„Það var stemning á Akureyrarvelli sem smitaðist inn í okkar leik. Það var gaman að sjá svona góða mætingu," sagði varnarmaðurinn, Torfi Tímóteus Gunnarsson leikmaður KA sem er leikmaður 2. umferðar í Pepsi Max-deild karla.
KA vann góðan 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í 2. umferðinni.
KA vann góðan 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í 2. umferðinni.
„Annars vorum við þéttir til baka og skoruðum fleiri mörk en andstæðingurinn. Eins og minn maður Luigi sagði: "Þetta þarf ekki að vera flókið", sagði Torfi léttur. Hann segir sigurinn mikilvægan eftir tap gegn ÍA í fyrstu umferðinni.
„Það er alltaf gott að koma stigum á töfluna. Ennþá betra ef það er eftir góða frammistöðu gegn Íslandsmeisturunum."
„Ég átti fínan leik líkt og allir í liðinu. Mér leið vel með boltann og var öruggur í mínum aðgerðum. Annars var liðsframmistaðan góð og það er það mikilvægasta í framhaldinu," sagði Torfi.
Hann segir fyrstu leiki KA í Pepsi Max-deildinni vera krefjandi.
„Við fengum skemmtilega leikjauppröðun í byrjun móts. Mikið af liðum sem var spáð í efra hluta deildarinnar af sparkspekingum. En eins og sést hefur í fyrstu umferðunum þá eru allir að taka stig af öllum. Þetta er gott fyrir okkur til að sjá hvar við stöndum gagnvart þessum liðum. Nú er bara að koma með frammistöðuna um helgina inn í næstu leiki,"
„Það er alltaf skemmtilegt að spila við FH í Krikanum. Við ætlum okkur að sækja úrslit."
Torfi var í vetur lánaður norður á Akureyri frá Fjölni. Torfi lék með Fjölni í Pepsi-deildinni í fyrra er liðið féll úr deildinni. Honum líkar vel veran á Akureyri.
„Það er búið að vera æðislegt hérna fyrir norðan. Fólkið hérna hefur tekið vel á móti mér en maður er ennþá að kynnast staðháttum. Menn eru eitthvað búnir að reyna skóla mig til, Húsvíkingar þar fremstir í flokki. Annars er bara fínt að komast úr dekrinu hjá mömmu," sagði leikmaður 2. umferðar, Torfi Tímóteus Gunnarsson að lokum.
Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.
Sjá einnig:
Lið 2. umferðar - Þrír KA-menn
Athugasemdir