Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 14. júní 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Böddi löpp spáir í 8. umferðina í Pepsi Max
Böðvar Böðvarsson.
Böðvar Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Skorar Brynjar gegn Víkingi?
Skorar Brynjar gegn Víkingi?
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
8. umferðin í Pepsi Max-deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Umferðin lýkur síðan á laugardaginn með öðrum þremur leikjum.

Stórleikur umferðarinnar er leikur ÍA og KR á Skaganum klukkan 16:00 á laugardaginn.

Davíð Smári Helenarson þjálfari Kórdrengjana spáði tveimur leikjum rétt í 7. umferðinni en nú er komið að Böðvari Böðvarssyni, leikmanni Jagiellonia Białystok í Póllandi að spá í 8. umferðina en hann var einmitt gestur Miðjunnar í vikunni.

Víkingur 0 - 2 HK (19:15 í kvöld)
Gaui phsyco er aðstoðarþjalfari minna manna í Vikes og þeir munu liklega hlaupa yfir mína menn í HK en það breytir engu því Brynjar Jónasar skorar bæði mörkin í 2-0 sigri HK.

FH 1- 0 Stjarnan (19:15 í kvöld)
Auto sigur FH því miður þar sem Jónatan Ingi gönnar eins og ungur Jermaine Pennant upp og niður vænginn og skorar eitt í 1-0 sigri.

Fylkir 0 - 2 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Þetta verður jafn leikur sem endar með að Aron Bjarna köttar í 43 skiptið á hægri og hleður í tvö í uppbótartíma.

ÍA 0 - 0 KR (16:00 á laugardag)
Bjöggi Stef er í banni þannig lítið af mörkum eftir þar.

Valur 3 - 1 ÍBV (16:00 á laugardag)
Valur vinnur þennan leik 3-1 á rennblautum Hlíðarenda.

KA 0 - 2 Grindavík (17:00 á laugardag)
Vel boring leikur svona fyrirfram en við skulum ekki gleyma því að Hermann Ágúst Björnsson frændi minn er í Grindavík og það skilar 0-2 sigri.

Sjá einnig:
Gói Sportrönd (5 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Davíð Smári Helenarson (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir