3. umferðin í Pepsi Max-deild karla hefst á morgun með þremur leikjum. Umferðin hefst á leik FH og KA í Kaplakrika klukkan 18:00.
Umferðin lýkur síðan á sunnudaginn með leik KR og Fylkis í Frostaskjólinu.
Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Vals spáir fyrir um leiki 3. umferðarinnar. Alexandra Jóhannsdóttir leikmaður Breiðabliks spáði tveimur leikjum rétt í síðustu umferð. Sjáum hvort Fanndís nái betri árangri í þessari umferð.
Umferðin lýkur síðan á sunnudaginn með leik KR og Fylkis í Frostaskjólinu.
Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Vals spáir fyrir um leiki 3. umferðarinnar. Alexandra Jóhannsdóttir leikmaður Breiðabliks spáði tveimur leikjum rétt í síðustu umferð. Sjáum hvort Fanndís nái betri árangri í þessari umferð.
FH 1 - 1 KA (18:00 á morgun)
Erfitt að spá fyrir um þennan leik, verður jafn leikur sem endar með boring jafntefli 1-1.
Stjarnan 2 - 0 HK (19:15 á morgun)
HK menn eru svekktir eftir síðasta leik þar sem þeir áttu að ná í þrjú stig og vonbrigði hjá Stjörnuni að vera bara með tvö stig. Ég held að Stjarnan rífi sig í gang og klári þennan leik nokkuð þægilega 2-0.
Breiðablik 3 - 3 Víkingur (20:00 á morgun)
Breiðablik með heimaleik sem spilaður er a Fylkisvelli sem er frekar glatað. En þetta verður markaleikur sem endar með 3-3 jafntefli.
ÍBV 1 - 0 Grindavík (14:00 á laugardaginn)
Þjálfari Eyjamanna verður óánægður með spilamennsku liðsins en þeir vinna loksins.
Valur 2 - 1 ÍA (20:00 á laugardaginn)
Hoppaði á Skagalestina með Hallberu um daginn. Það byrjaði vel en af því þetta eru vinir mínir í Val þá spái ég þeim sigri en tæpur verður hann. ÍA er alltaf að fara að skora en Valur vinnur sinn fyrsta leik.
KR 2 - 1 Fylkir (19:15 á sunnudaginn)
Verður hörkuleikur bæði lið búin að standa sig þokkalega. Hákon Ingi kemur Fylki yfir en Atli frændi verður hetja leiksins og KR vinnur 2-1.
Sjá einnig:
Lucas Arnold (3 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir