Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 24. júní 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 8. umferðar: Átta leikmenn í fyrsta skipti
Ísak Óli er í liði umferðarinnar.
Ísak Óli er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli er í liðinu.
Sævar Atli er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
8. umferðin í Inkasso-deild karla fór fram í síðustu viku og lauk á laugardaginn með þremur leikjum.

Fimm efstu liðin í deildinni náðu öll í stig í umferðinni a neðan þrjú neðstu liðin töpuðu öll. Jón Sveinsson þjálfari Fram er þjálfari umferðarinnar eftir að hafa farið í Ólafsvík og náð í þrjú stig.


Marcao er fulltrúi Fram í liðinu en hann átti stórfínan leik í vörninni í 1-0 sigri liðsins á Víkingi Ólafsvík. Ívar Örn Árnason er fulltrúi Ólafsvíkinga þrátt fyrir tap.

Grótta á þrjá fulltrúa eftir 4-1 sigur á Magna á heimavelli. Pétur Theodór Árnason skoraði tvívegis og þá átti Orri Steinn Óskarsson góðan leik á hægri kantinum. Bjarki Leósson stóð vaktina vel í vörninni.

Sævar Atli Magnússon og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson eru í liði umferðarinnar í fyrsta skipti í sumar en liðið vann góðan 2-1 útisigur á Haukum í umferðinni. Jason Daði Svanþórsson er fulltrúi Aftureldingar eftir 2-0 sigur á Njarðvíkingum á útivelli og þá er Valdimar Ingi Jónsson fulltrúi Fjölnis í vörninni eftir 1-0 sigur á Þrótti.

Þrátt fyrir 1-0 tap þá er Arnar Daði Pétursson markvörður Þróttar í markinu að þessu sinni en hann átti góðan leik gegn Fjölni.

Þór og Keflavík gerðu markalaust jafntefli fyrir norðan. Þar var Ísak Óli Ólafsson
Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner