Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. júní 2019 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 5. umferðar: Tveir sem heita Nacho í liðinu
Úr leik Þórs og Þróttar.
Úr leik Þórs og Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fram - Afturelding
Fram - Afturelding
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
5. umferðin í Inkasso-deildinni lauk á sunnudaginn með 2-0 sigri Þórs á heimavelli gegn Þrótti. Umferðin hófst á fimmtudaginn með jafntefli í botnslag Magna og Hauka.

14 mörk voru skoruð í umferðinni og aðeins Njarðvík og Þróttur náðu ekki að skora í umferðinni. Þjálfari umferðarinnar er Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu sem fyrsti þjálfarinn til að vinna Keflavík í Inkasso-deildinni í sumar.


Hákon Rafn Valdimarsson átti sinn þátt í 2-1 sigri Gróttu á Keflavík og þá var Arnar Þór Helgason flottur í vörn Gróttu. Sindri Þór Guðmundsson var bestur Keflvíkinga.

Varnarleikur Leiknis R. var öflugur í 2-0 sigri liðsins á Víkingi Ólafsvík. Nacho Heras skoraði annað mark Leiknis og þá var Bjarki Aðalsteinsson traustur í vörninni með honum. Sólon Breki Leifsson er einnig í liðinu.

Daði Snær Ingason skoraði jöfnunarmark Hauka í uppbótartíma í 1-1 jafntefli gegn Magna. Miðjumenn Þórs mynda miðjuna í liðinu, þeir Sigurður Marinó Kristjánsson og Nacho Gil.

Fred Saraiva er fulltrúi Fram eftir 3-1 sigur liðsins á Aftureldingu og þá er Albert Brynjar Ingason fulltrúi Fjölnis sem vann Njarðvík 1-0 í umferðinni.

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner