Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. maí 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 4. umferðar: Ejub stjórnar skútunni
Emir Dokara er í liði umferðarinnar.
Emir Dokara er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ósvald Jarl er í vörninni.
Ósvald Jarl er í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4. umferðin í Inkasso-deild karla lauk á laugardaginn með 1-1 jafntefli Magna og Fram.

19 mörk voru skoruð í umferðinni þrátt fyrir markalaust jafntefli í nágrannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur.


Brynjar Atli Bragason er í marki umferðarinnar aðra umferðina í röð. Ingimundur Aron Guðnason er fulltrúi Keflavíkur í liðinu.

Miðverðrnir í Víkingi Ólafsvík Michael Newberry og Emil Dokara stóðu vaktina vel í 2-0 sigri liðsins á Þór í toppslag umferðarinnar. Ejub Purisevic þjálfari Víkings er þjálfari umferðarinnar.

Þrátt fyrir 4-2 tap er Sean Da Silva í liði umferðarinnar en hann skoraði bæði mörk Hauka í leiknum. Jesper Van Der Heyden skoraði einnig tvö mörk fyrir Þrótt í leiknum.

Ósvald Jarl Traustason er í vörninni eftir 3-2 sigur Leiknis á Gróttu. Árni Elvar Árnason er á miðjunni en fremstur er Pétur Theódór Árnason sóknarmaður Gróttu sem skoraði eitt mark í leiknum.

Bjarni Aðalsteinsson er í liði umferðarinnar í annað sinn í sumar eftir frammistöðu sína í 1-1 jafntefli Magna og Fram. Þá er Albert Brynjar Ingason í fremstu víglínu en hann skoraði eitt mark í 3-1 sigri Fjölnis á Aftureldingu.

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner