Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 15. júní 2019 19:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 7. umferðar: Ejub og þrír af hans lærisveinum
Ejub er þjálfari umferðarinnar.
Ejub er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alvaro Montejo skoraði tvennu í sigri Þórs.
Alvaro Montejo skoraði tvennu í sigri Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sjöunda umferðin í Inkasso-deildinni kláraðist í kvöld þegar Þór vann 3-0 sigur Leikni í Breiðholti. Umferðin hófst á fimmtudaginn með fimm leikjum.

Þess má geta að sjötta umferð deildarinnar á eftir að klárast. Hún klárast á mánudag með leik Víkings Ó. og Keflavíkur.

Eftir flottan 3-1 sigur á Fjölni eru lærisveinar Ejub Purisevic í Víkingi Ólafsvík á toppi deildarinnar. Ejub er þjálfari umferðarinnar og eru þrír lærisveinar hans í liði umferðarinnar; Emmanuel Eli Keke, Martin Kuittinen og Harley Willard

Haukar og Magni unnu bæði sinn fyrsta deildarleik í sumar. Daníel Snorri Guðlaugsson og Þórður Jón Jóhannesson voru flottir í 2-1 sigri Hauka á Aftureldingu. Hjá Magna skoraði Gunnar Örvar Stefánsson þrennu og Aron Elí Gíslason var öflugur í markinu.

Axel Freyr Harðarson skoraði sigurmark Gróttu í dramatískum sigri á Fram og Dino Gavric og Jónas Björgvin Sigurbergsson áttu góðan leik í sigri Þórs í kvöld. Alvaro Montejo skoraði tvennu og kemst auðvitað líka í liðið.

Sjá einnig:
Inkasso-hornið - Farið yfir stöðuna í deildinni og spáð í spilin

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner