Inkasso-deildin hófst um helgina með látum. 22 mörk voru skoruð í 1. umferðinni og ekkert jafntefli leit dagsins ljós.
Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Laugardalinn og unnu þar 3-2 sigur á Þrótti í hörkuleik. Rafn Markús Vilbergsson er þjálfari umferðarinnar.
Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Laugardalinn og unnu þar 3-2 sigur á Þrótti í hörkuleik. Rafn Markús Vilbergsson er þjálfari umferðarinnar.
Brynjar Freyr Garðarsson var öflugur í vörn Njarðvíkur í leiknum og þá var Stefán Birgir Jóhannesson besti maður leiksins.
Miðjumaðurinn, Hans Viktor Guðmundsson var bestur Fjölnismanna í frekar tíðindalitlum sigri á Haukum í Grafarvoginum.
Dino Gavric og Alvaro Montejo áttu góðan leik í 3-1 sigri Þórs á Aftureldingu fyrir norðan. Afturelding er nýliði í deildinni.
Hinn nýliði deildarinnar, Grótta fór á Ólafsvík og tapaði þar 2-0. Jacob Anderson skoraði þar fyrsta mark sitt fyrir Víking Ó. auk hans er Harley Willard í liði umferðarinnar.
Það voru fáir markmenn sem stóðu uppúr í þessari umferð og því fær Sindri Kristinn Ólafsson það hlutverk að standa vaktina í markinu en hann lék með Keflavík í 2-1 sigri á Fram. Rúnar Þór Sigurgeirsson var valinn besti leikmaður leiksins.
Að lokum vann Leiknir R. góðan 4-1 sigur á Magna í opnunarleik deildarinnar. Stefán Árni Geirsson var öflugur í liði Leiknis og þá var Nacho Heras öruggur í vörn liðsins en hann gekk í raðir Leiknis frá Víkingi Ó. í vetur.
Athugasemdir