Sjöttu umferð Inkasso-deildarinnar lauk með 0-1 sigri Keflavíkur gegn Víkingi í Ólafsvík í gærkvöldi. Aðrir leikir umferðarinnar fóru fram 6. og 7. júní, en sjöunda umferð var svo spiluð í síðustu viku.
Þór er á toppi deildarinnar og lagði Hauka á Ásvöllum föstudaginn 7. júní. Alvaro Montejo skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og leiðir hann sóknarlínuna í draumaliði 6. umferðar tímabilsins. Liðsfélagi hans Sveinn Elías Jónsson er í holunni á bak við hann.
Eysteinn Húni Hauksson er þjálfari umferðarinnar og kemst einn af hans mönnum í lið vikunnar. Það er hinn efnilegi Ísak Óli Ólafsson sem skrifaði undir samning við SonderjyskE á dögunum og heldur út í seinni hluta ágúst.
Rafael Victor skoraði tvennu í sigri Þróttar R. og fær sæti í liðinu ásamt Jasoni Daða Svanþórssyni og Alexander Aroni Davorssyni sem áttu góðan leik í 4-1 sigri Aftureldingar gegn Magna.
Fred Saravia gerði eina mark leiksins er Fram lagði Njarðvík en sigurinn hefði verið stærri ef ekki fyrir Brynjar Frey Garðarsson sem átti góðan leik í vörn Njarðvíkinga.
Grótta átti góðan leik en tókst ekki að leggja Fjölni að velli, niðurstaðan markalaust jafntefli. Markvörður Fjölnis, Atli Gunnar Guðmundsson, bjargaði sínum mönnum trekk í trekk og fær því sæti í liði umferðarinnar. Arnar Þór Helgason og Axel Sigurðarson eru fulltrúar Gróttu í liðinu.
Sjá einnig:
Inkasso-hornið - Farið yfir stöðuna í deildinni og spáð í spilin
Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 7. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir