Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   sun 01. mars 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - El Clasico titilslagur í kvöld
Það er stór dagur framundan í spænska boltanum þar sem allir fimm leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og aukastöðvum.

Fjörið byrjar fyrir hádegi þegar Sevilla tekur á móti nýliðum Osasuna. Sigur kemur Sevilla upp í þriðja sæti deildarinnar.

Athletic Bilbao, sem er búið að tapa fjórum í röð, tekur svo á móti Villarreal áður en botnlið Espanyol fær Atletico Madrid í heimsókn.

Getafe, sem er búið að tapa tveimur í röð, heimsækir svo fallbaráttulið Mallorca áður en stórleikur tímabilsins fer fram á Santiago Bernabeu.

Real Madrid tekur á móti Barcelona í gífurlega spennandi El Clasico slag enda eru liðin í harðri titilbaráttu.

Barca er með tveggja stiga forystu og hefur gengi Real verið slakt upp á síðkastið. Lærisveinar Zinedine Zidane eru búnir að tapa fyrir Levante og Manchester City og gera jafntefli við Celta Vigo síðustu vikur. Þá datt liðið úr spænska bikarnum eftir tap gegn Real Sociedad.

Heimamenn verða án Eden Hazard, Marco Asensio og Rodrygo Goes. Þá verða Luis Suarez, Ousmane Dembele, Sergi Roberto og Jordi Alba ekki í liði gestanna.

Leikir dagsins:
11:00 Sevilla - Osasuna (Stöð 2 Sport)
13:00 Athletic Bilbao - Villarreal (Stöð 2 Sport)
15:00 Espanyol - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 2)
17:30 Mallorca - Getafe (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Real Madrid - Barcelona (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 16 11 3 2 32 15 +17 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Espanyol 15 8 3 4 19 16 +3 27
6 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Elche 15 4 7 4 18 17 +1 19
10 Celta 15 4 7 4 18 19 -1 19
11 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
12 Vallecano 15 4 5 6 13 16 -3 17
13 Sevilla 15 5 2 8 20 24 -4 17
14 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
15 Osasuna 15 4 3 8 14 18 -4 15
16 Valencia 15 3 6 6 14 23 -9 15
17 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
18 Girona 15 2 6 7 13 29 -16 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 15 2 3 10 16 28 -12 9
Athugasemdir
banner