Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   mán 01. apríl 2024 10:48
Elvar Geir Magnússon
Kompany fékk rautt og bað dómarana afsökunar
Vincent Kompany stjóri Burnley var rekinn upp í stúku í 2-2 jafnteflinu gegn Chelsea á laugardaginn.

Kompany lét dómarana heyra það eftir að leikmaður hans, Lorenz Assignon, fékk rauða spjaldið og fékk sjálfur rautt í andlitið.

„Ég var augljóslega ósammála ákvörðuninni. Eftir leikinn fór ég í dómaraklefann og baðst afsökunar á orðanotkun minni. Ég verð að hafa stjórn á mér og vona að þetta endurtaki sig ekki," segir Kompany.

„Ég sagði í fyrra að mér þætti dómgæslan á Englandi sú besta í heimi, mér fannst dómararnir alltaf lesa í aðstæður. Ég hef því miður ekki fengið þá tilfinningu á þessu tímabili."

Það var allt í blóma hjá Burnley í fyrra þegar liðið vann Championship-deildina en nú er liðið hinsvegar í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Burnley fær Wolves í heimsókn á morgun.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
4 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
5 Chelsea 11 5 3 3 18 11 +7 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 3 8 7 22 -15 3
Athugasemdir
banner
banner