
Það var boðið upp á rosalegan leik í dag þegar Kórdrengir fengu ÍBV í heimsókn í Mjólkurbikarnum.
Eiður Aron Sigurbjörnsson kom ÍBV yfir um miðbik seinni hálfleiks en Kórdrengir jöfnuðu á 85. mínútu. Það þurfti því að fara í framlengingu.
Varnarmaðurinn Ásgeir Frank Ásgeirsson þurfti að fara í markið hjá Kórdrengjum í byrjun leiks vegna meiðsla Andra Þórs Grétarssonar og gaf hann sig allan í verkefnið. Kórdrengir voru ekki með varamarkvörð í dag.
Kórdrengir tóku forystuna í byrjun á framlengingunni en ÍBV jafnaði rétt eftir að fyrri hálfleik hennar. Kórdrengir komust aftur yfir en Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði fyrir ÍBV úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Mikil dramatík og það þurfti fara í vítaspyrnukeppni. Þar hafði ÍBV betur en Ásgeir Frank varði eitt víti. Kórdrengir voru ósáttir við lokavíti sem Halldór Páll varði. Þeim fannst hann vera kominn langt af línunni.
ÍBV fer áfram í 32-liða úrslit en Kórdrengir eru úr leik. KFS og Njarðvík tryggðu sig einnig áfram í dag, ásamt nokkrum öðrum liðum en hægt er að skoða allar úrslitafréttir hér að neðan.
KFS 4 - 0 Kría
1-0 Daníel Már Sigmarsson ('9)
2-0 Magnús Sigurnýjas Magnússon ('11)
3-0 Arnar Breki Gunnarsson ('50)
4-0 Haukur Steinn Ragnarsson ('69, sjálfsmark)
Kórdrengir 3 - 3 ÍBV
0-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('65)
1-1 Hákon Ingi Einarsson ('85)
2-1 Þórir Rafn Þórisson ('94)
2-2 Guðjón Pétur Lýðsson ('107)
3-2 Þórir Rafn Þórisson ('111)
3-3 Guðjón Pétur Lýðsson ('124, víti)
Álafoss 0 - 5 Njarðvík
0-1 Bergþór Ingi Smárason ('13)
0-2 Bergþór Ingi Smárason ('19)
0-3 Arnar Helgi Magnússon ('70)
0-4 Zoran Plazonic ('88)
0-5 Alexander Magnússon ('90)
Önnur úrslit í dag:
Mjólkurbikarinn: Vestri marði KFR
Mjólkurbikarinn: Willard með tvennu í sigri á Þrótti
Mjólkurbikarinn: Grótta lagði Þrótt V - Framlenging á Dalvík
Mjólkurbikarinn: Fjögur rauð, fimm mörk og framlenging í sigri KF á Dalvík/Reyni
Athugasemdir