Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 01. júní 2020 17:03
Elvar Geir Magnússon
Dion snýr aftur í Þrótt (Staðfest)
Dion í búningi Þróttar.
Dion í búningi Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar hafa fengið til sín sóknarleikmanninn Dion Acoff en hann var algjör lykilmaður hjá liðinu 2015 og 2016.

Hann fór svo til Vals þar sem hann var í tvö ár áður en hann hélt til Finnlands og lék með SJK Seinäjoki.

Dion er 28 ára og er öflugur liðsstyrkur fyrir Þrótt en liðið er að búa sig undir tímabilið í Lengjudeildinni.

Af heimasíðu Þróttar:
Bandaríski leikmaðurinn Dion Acoff og knattspyrnudeild Þróttar hafa gert samning þess efnis að leikmaðurinn leiki með liðinu í sumar.

Dion er Þrótturum vel kunnur, lék með liðinu tímabilin 2015 og 2016, og svo í framhaldi af því með Val í Pepsi deildinni tímabilin 2017 og 2018 þar sem hann varð íslandsmeistari með liðinu.

Dion er gríðarlega öflugur liðsstyrkur fyrir komandi átök og að sögn er hann spenntur að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem framundan er hjá félaginu. Gert er ráð fyrir að hann komi til landsins á næstu dögum og verði tilbúinn í fyrsta leik deildarinnar þann 19.júni n.k. þegar Þróttur tekur á móti Leikni á Eimskipsvellinum.

Við bjóðum Dion Hjartanlega velkominn í Dalinn að nýju og hlökkum til að sjá hann í Þróttaratreyjunni á ný. Lifi…..!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner