Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 01. júní 2022 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kroos gekk út úr viðtali: Augljóst að þú ert þýskur
Toni Kroos.
Toni Kroos.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Toni Kroos gekk úr viðtali við þýska sjónvarpsstöð eftir úrslitaleik Meistaradeildarinar.

Kroos spilaði allan leikinn þegar Real Madrid vann 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleiknum.

Þetta er í fimmta sinn sem Kroos vinnur Meistaradeildina með spænska stórveldinu. Eftir leik var hann hins vegar ósáttur þegar hann ræddi við þýskan fréttamann; hann var ekki sáttur með spurningarnar sem hann fékk.

Fréttamaðurinn spurði hvort það hefði komið Kroos á óvart að Liverpool hefði verið með svona mikla yfirburði og pressað svona mikið á þá.

„Þú fékkst 90 mínútur og þú kemur með svona tvær ömurlegar spurningar," sagði Kroos.

„Tvær neikvæðar spurningar, það er augljóst að þú ert þýskur."

Kroos gekk svo út úr viðtalinu og hélt áfram að fagna með liðsfélögum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner