
Breiðablik hefur staðfest á samfélagsmiðlum sínum að Karitas Tómasdóttir, leikmaður liðsins, hafi slitið hásin í leiknum gegn Selfossi í gær. Þetta er mikið áfall fyrir Breiðablik og deildina því Karitas er einn allra besti leikmaður deildarinnar.
Í tilkynningunni segir að sjúkraþjálfarinn Ágústa Sigurjóns muni vinna náið með Karitas og beðið sé frétta af því hvenær hún komist í aðgerð.
„Við stöndum með Karitas í bataferlinu og hlökkum til að sjá hana aftur á vellinum."
Karitas kom við sögu í fjórum deildarleikjum á þessari leiktíð. Hún spilaði 16 leiki síðasta sumar og skoraði sex mörk.
Hún er 27 ára miðjumaður sem á að baki 9 A-landsleiki.
Staðfest er að Karitas Tómasdóttir sleit hásin í leiknum gegn Selfossi í gær.
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) June 1, 2023
Ágústa Sigurjóns sjúkraþjálfari mun vinna náið með Karitas, við bíðum eftir fréttum af því hvenær hún kemst í aðgerð. Við stöndum með Karitas í bataferlinu og hlökkum til að sjá hana aftur á vellinum???? pic.twitter.com/sz6gWWQz3p
Athugasemdir