Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mán 01. ágúst 2022 23:43
Ívan Guðjón Baldursson
Frábærar móttökur í Þýskalandi - Settu áhorfsmet
Kvenaboltinn
Mynd: EPA

Þýska landsliðið tapaði úrslitaleiknum á Evrópumóti kvenna sem haldið var á Englandi í sumar.


Þetta var í tíunda sinn sem Þýskaland komst í úrslitaleik EM en fyrsta tapið þar eftir níu sigra undanfarin 33 ár.

Þjóðverjar fylgdust grannt með gangi sinna kvenna á Evrópumótinu og horfðu rétt tæpar 18 milljónir á úrslitaleikinn í sjónvarpinu sem er áhorfsmet á fótboltaleik kvenna í Þýskalandi.

Þjóðverjar voru svo mættir út á götur Frankfurt til að fagna silfurverðlaununum með landsliðskonunum og má sjá stutt myndband af fögnuðinum hér fyrir neðan.


Athugasemdir