Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 01. ágúst 2024 18:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Stjörnuhrap í Eistlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Paide 4 - 0 Stjarnan
1-0 Henrik Ojamaa ('29 )
2-0 Robi Saarma ('46 )
3-0 Abdoulie Ceesay ('57 )
4-0 Michael Lilander ('85 )
Lestu um leikinn


Stjarnan er úr leik í Sambandsdeildinni eftir slæmt tap gegn Paide í Eislandi í kvöld. Stjarnan vann fyrri leikinn á Samsungvellinum 2-1.

Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel og fengu tækifæri til að skora en heimamenn fóru að ógna þegar leið á fyrri hálfleikinn og eftir hálftíma leik kom Daniel Luts boltanum fyrir markið og Henrik Ojamaa kom boltanum í markið.

Strax í upphafi síðari hálfleiks átti Þóririnn Ingi Valdimarsson slæma sendingu til baka sem Abdoulie Ceesay komst inn í og renndi boltanum á Robi Saarma sem skoraði og kom Paide í forystu í einvíginu.

Þórarinn Ingi var svo aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hann átti erfiða sendingu á Sindra Þór Ingimarsson og hann átti slæma sendingu til baka á Mathias Rosenorn en Ceesay komst aftur inn í sendinguna og skoraði.

Þá var róðurinn orðinn ansi þungur fyrir Stjörnuna og þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma innsiglaði Michael Lilander sigur Paide.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner