Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 01. september 2022 16:07
Elvar Geir Magnússon
Kaplakrika
Byrjunarlið FH og KA: Dusan ekki með en Rodri og Elfar snúa aftur
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Kaplakrikanum mætast FH og KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 17:00. Leikið verður til þrautar um sæti í sjálfum úrslitaleiknum sem verður á Laugardalsvelli þann 1. október.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Kaplakrika

Miðvörðurinn öflugi Dusan Brkovic fór meiddur af velli í tapi KA gegn Víkingi í Bestu deildinni og er ekki með í dag. Þá tekur Þorri Mar Þórisson út leikbann hjá KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson og Andri Fannar Stefánsson setjast á bekkinn.

Rodrigo Gomes Mateo og Elfar Árni Aðalsteinsson tóku út leikbann gegn Víkingi en koma inn í byrjunarliðið. Gaber Dobrovolj og Hrannar Björn Steingrímsson koma líka inn.

Byrjunarlið FH er einfaldlega alveg eins og í markalausa jafnteflinu gegn KR.



Byrjunarlið FH:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson
22. Oliver Heiðarsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson



Byrjunarlið KA:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson (f)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Bryan Van Den Bogaert
28. Gaber Dobrovoljc
30. Sveinn Margeir Hauksson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Kaplakrika
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner