Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 01. október 2021 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hemmi verður ekki áfram hjá Þrótti (Staðfest) - Tekur við ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson verður ekki áfram hjá Þrótti Vogum. Hemmi tók við liðinu snemma á síðasta tímabili og kom liðinu upp í Lengjudeildina í sumar.

„Það hefur aldrei verið leyndarmál að Þróttur Vogum er í þessu til að eignast vini og við höfum eignast vin til æviloka. Við verðum Hermanni ævinlega þakklát fyrir hans framlag til samfélagsins í Vogum," segir í færslu Þróttar á Twitter.

Þróttur vann 2. deild í sumar og spilar á næsta tímabili í næst efstu deild í fyrsta sinn í sögunni. Það er ljóst að einhver annar þjálfari en Hemmi mun stýra skútunni.

Samkvæmt heimildum Fótbota.net er Hemmi að taka við ÍBV og mun Eiður Ben Eiríksson verða aðstoðarmaður hans.

Hemmi er uppalinn hjá ÍBV og er að taka við liðinu í annað sinn á sínum þjálfaraferli.


Athugasemdir
banner
banner