Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 02. janúar 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Rooney getur spilað fyrsta leik með Derby í kvöld
Rooney var siðast á mála hjá DC United í Bandaríkjunum.
Rooney var siðast á mála hjá DC United í Bandaríkjunum.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney gæti spilað sinn fyrsta leik með Derby þegar liðið mætir Barnsley í Championship deildinni í kvöld.

Rooney samdi við Derby í ágúst síðastliðnum en hann fékk leikheimild þegar félagaskiptaglugginn opnaði um áramót.

Hinn 34 ára gamli Rooney gæti farið beint í byrjunarliðið en Derby hefur verið í basli undanfarnar vikur og er í 17. sæti í Championship deildinni.

„Hann er í formi. Hann getur byrjað en hann þarf nokkra leiki til að komast í gang," sagði Philip Cocu, stjóri Derby.

„Kannski er ekki fullkomið fyrir hann að byrja en það er mikilvægt að ná honum í liðið sem fyrst til að við getum náð ákveðnum svip á liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner