Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mið 02. mars 2022 16:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Alveg óvíst hvort Gaui geti spilað eitthvað aftur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Guðjón Baldvinsson og Oddur Ingi Bjarnason hafa ekki spilað með KR á undirbúningstímabilinu. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í samtali við Fótbolta.net að mögulega yrði Guðjón ekkert með í sumar.

„Oddur er örlítið byrjaður að æfa en eins og staðan er Gaui ekki byrjaður að æfa," sagði Rúnar.

„Gaui er búinn að vera í sérþjálfun sjálfur. Við erum bara að skoða hvað verður með hann, það er alveg óvíst hvort hann geti spilað eitthvað aftur. Við áttum gott samtal í síðustu viku og erum að hugsa um framtíðina hann. Við þurfum að taka samtalið en það er mjög ólíklegt að hann verði með okkur í sumar," sagði Rúnar.

Guðjón, sem er 36 ára framherji, gekk í raðir KR frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil. Hann kom við sögu í fyrstu fjórum umferðunum í fyrra og skoraði tvö mörk. Hann kom ekkert við sögu eftir það vegna hnémeiðsla.

Oddur Ingi, sem er 21 árs miðjumaður, var á láni hjá Grindavík í fyrra og skoraði tvö mörk í níu leikjum. Hann lék fyrstu 81 mínútuna í 17. umferð Lengjudeildarinnar í fyrra en spilaði svo ekkert meira.

Sjá einnig:
Gaui Bald fundaði með Rúnari: Ætlum að láta reyna á þetta (20. okt)
Athugasemdir
banner
banner