Þeir Guðjón Baldvinsson og Oddur Ingi Bjarnason hafa ekki spilað með KR á undirbúningstímabilinu. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í samtali við Fótbolta.net að mögulega yrði Guðjón ekkert með í sumar.
„Oddur er örlítið byrjaður að æfa en eins og staðan er Gaui ekki byrjaður að æfa," sagði Rúnar.
„Oddur er örlítið byrjaður að æfa en eins og staðan er Gaui ekki byrjaður að æfa," sagði Rúnar.
„Gaui er búinn að vera í sérþjálfun sjálfur. Við erum bara að skoða hvað verður með hann, það er alveg óvíst hvort hann geti spilað eitthvað aftur. Við áttum gott samtal í síðustu viku og erum að hugsa um framtíðina hann. Við þurfum að taka samtalið en það er mjög ólíklegt að hann verði með okkur í sumar," sagði Rúnar.
Guðjón, sem er 36 ára framherji, gekk í raðir KR frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil. Hann kom við sögu í fyrstu fjórum umferðunum í fyrra og skoraði tvö mörk. Hann kom ekkert við sögu eftir það vegna hnémeiðsla.
Oddur Ingi, sem er 21 árs miðjumaður, var á láni hjá Grindavík í fyrra og skoraði tvö mörk í níu leikjum. Hann lék fyrstu 81 mínútuna í 17. umferð Lengjudeildarinnar í fyrra en spilaði svo ekkert meira.
Sjá einnig:
Gaui Bald fundaði með Rúnari: Ætlum að láta reyna á þetta (20. okt)
Athugasemdir