Heimild: 433.is
Guðjón Baldvinsson, framherji KR, ætlar sér að kýla á eitt tímabil í viðbót, hið minnsta. Þetta segir hann í viðtali við Hörð Snævar Jónsson á 433.is í dag.
Guðjón var mikið meiddur á liðnu tímabilinu en hann sneri aftur í Vesturbæinn frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil. Guðjón er 35 ára og lék með KR tímabilin 2008, 2010 og 2011. Í sumar lék hann fjóra leiki og skoraði tvö mörk í Pepsi Max-deildinni.
Guðjón var mikið meiddur á liðnu tímabilinu en hann sneri aftur í Vesturbæinn frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil. Guðjón er 35 ára og lék með KR tímabilin 2008, 2010 og 2011. Í sumar lék hann fjóra leiki og skoraði tvö mörk í Pepsi Max-deildinni.
Rúnar um Gauja Bald í gær:
„Var meiddur í nánast allt sumar og vitum ekki hvað verður um hann"
„Ég átti góðan fund með þjálfaranum í gær og við ætlum að láta reyna á þetta. Hvort hnéð haldi ekki. Við tókum þá ákvörðun að reyna að kýla á þetta," sagði Guðjón við 433. Guðjón segir að hann hafi hugsað út í það að hætta vegna hnémeiðsla.
Það verður nóg úrval af sóknarmönnum hjá KR á næsta tímabili því í gær tilkynnti liðið um komu þeirra Stefans Alexander Ljubicic og Sigurðs Bjarts Hallssonar til félaginu. Fyrir hjá félaginu voru þeir Kjartan Henry Finnbogason, Kristján Flóki Finnbogason og Guðjón sjálfur.
Athugasemdir