mið 20. október 2021 12:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433.is 
Gaui Bald fundaði með Rúnari: Ætlum að láta reyna á þetta
Guðjón Baldvinsson
Guðjón Baldvinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson, framherji KR, ætlar sér að kýla á eitt tímabil í viðbót, hið minnsta. Þetta segir hann í viðtali við Hörð Snævar Jónsson á 433.is í dag.

Guðjón var mikið meiddur á liðnu tímabilinu en hann sneri aftur í Vesturbæinn frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil. Guðjón er 35 ára og lék með KR tímabilin 2008, 2010 og 2011. Í sumar lék hann fjóra leiki og skoraði tvö mörk í Pepsi Max-deildinni.

Rúnar um Gauja Bald í gær:
„Var meiddur í nánast allt sumar og vitum ekki hvað verður um hann"

„Ég átti góðan fund með þjálfaranum í gær og við ætlum að láta reyna á þetta. Hvort hnéð haldi ekki. Við tókum þá ákvörðun að reyna að kýla á þetta," sagði Guðjón við 433. Guðjón segir að hann hafi hugsað út í það að hætta vegna hnémeiðsla.

Það verður nóg úrval af sóknarmönnum hjá KR á næsta tímabili því í gær tilkynnti liðið um komu þeirra Stefans Alexander Ljubicic og Sigurðs Bjarts Hallssonar til félaginu. Fyrir hjá félaginu voru þeir Kjartan Henry Finnbogason, Kristján Flóki Finnbogason og Guðjón sjálfur.
Rúnar Kristins: Kemur enginn í KR og á öruggt sæti
Athugasemdir
banner
banner
banner