Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 02. mars 2024 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Allegri um Pogba: Erum að missa einstakan leikmann
Mynd: Getty Images

Max Allegri stjóri Juventus er sorgmæddur yfir því að Paul Pogba hafi verið dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta fyrir að falla á lyfjaprófi.


Pogba hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár en hann var mikið meiddur á síðustu leiktíð og féll síðan á lyfjaprófi í byrjun yfirstandandi tímabils þar sem of hátt magn af testósteroni mældist í blóðinu.

Allegri segir að félagið sé að missa frábæran fótboltamann og einstakling.

„Við erum að missa einstakan leikmann. Ég var það heppinn að fá að vinna með honum. Það er erfitt að finna leikmenn eins og hann, hann er stórkostlegur náungi," sagði Allegri.


Athugasemdir
banner
banner
banner