
Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg unnu annan leik sinn í norsku úrvalsdeildinni í dag er liðið heimsótti Arna-Björnar.
Rosenborg vann leikinn 1-0 en Selma Sól kom inná sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.
Liðið er því með 6 stig eftir fyrstu tvo leikina í deildinni en Selma hefur komið inn af bekknum í báðum leikjunum.
Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði þá allan leikinn fyrir Vålerenga sem gerði 3-3 jafntefli við Rosa.
Vålerenga er með 4 stig úr fyrstu tveimur leikjunum.
Athugasemdir