Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 02. júní 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hackett hraunar yfir Moss: Frammistaðan hörmuleg
Keith Hackett.
Keith Hackett.
Mynd: Getty Images
Jon Moss.
Jon Moss.
Mynd: Getty Images

Hinn 77 ára gamli Keith Hackett var eitt sinn meðal bestu dómara heims og er á lista IFFHS yfir 100 bestu dómara fótboltasögunnar.


Hackett skrifaði stuttan pistil á Telegraph á dögunum þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun að gera Jonathan Moss að yfirmanni bestu dómara Englands. Moss var að ljúka sínu síðasta tímabili sem dómari og er nokkuð umdeildur, eins og flestir úrvalsdeildardómarar.

„Ég held að ég sé ekki sá eini sem fann fyrir hamingju þegar Jonathan Moss dæmdi sinn síðasta úrvalsdeildarleik. Ég fæ hins vegar hroll þegar ég hugsa til þess að hann verði yfirmaður úrvalsdeildardómara á næstu leiktíð," skrifaði Hackett, sem ræddi svo um úrslitaleik umspilsins í Championship deildinni þar sem Nottingham Forest lagði Huddersfield Town að velli.

Moss dæmdi úrslitaleikinn og var með Paul Tierney, sem hefur einnig verið mikið gagnrýndur á tímabilinu, í VAR herberginu.

„Huddersfield Town hefur allan rétt til að vera óánægt með dómgæsluna í úrslitaleiknum þar sem Moss mistókst að dæma vítaspyrnu þeim í hag ekki einu sinni heldur tvisvar. Frammistaða Moss í þessum leik var hörmuleg, hann er orðinn alltof latur til að dæma og bíður eftir að VAR hjálpi honum.

„Fyrstu stóru mistökin komu á 73. mínútu þegar Jack Colback braut á Harry Toffolo, sem bjóst við að fá vítaspyrnu en var steinhissa þegar honum var sýnt gult spjald fyrir leikaraskap. Paul Tierney sat í VAR herberginu og ákvað að skerast ekki í leikinn, hann mat það sem svo að Moss hafi ekki gert augljós mistök.

„Það var snerting og þó sóknarmaður Huddersfield hafi gert sem mest úr þessu þá hefði átt að láta dómarann skoða atvikið aftur á skjánum. Hefði Moss dæmt vítaspyrnu strax þá hefði enginn kvartað og VAR hefði ekkert aðhafst. 

„Þetta var þó ekkert miðað við það sem gerðist ellefu mínútum síðar þegar Moss og Tierney tókst að líta framhjá enn augljósari vítaspyrnu. Lewis O'Brien var þá tæklaður klunnalega af Max Lowe innan vítateigs. Moss var kannski ekki með gott sjónarhorn, en ég hef oft gagnrýnt hann fyrir að vera ekki í nógu góðu formi, með of lítið þol, takmarkaða hreyfigetu og alltof lélegar staðsetningar fyrir dómara á hæsta stigi.

„En ég skil ekki hvar Tierney var hérna. Var hann að flýta sér heim af leiknum? Sá hann ekki það sem ég og milljónir annarra sáum? Ef það var einhver vafi um fyrri vítaspyrnuna þá gat ekki verið neinn vafi um þá seinni. Þetta var mjög augljós vítaspyrna."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner