Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 02. júlí 2020 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selfoss fær Eyrúnu frá Svíþjóð (Staðfest)
Eyrún í leik með Stjörnunni fyrir um áratug síðan.
Eyrún í leik með Stjörnunni fyrir um áratug síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynsluboltinn Eyrún Guðmundsdóttir hefur gert samning við Selfoss um að leika með liðinu í Pepsi Max-deild kvenna.

Eyrún er 33 ára gömul og leikur sem varnarmaður. Hún hefur frá 2014 spilað í Svíþjóð, en er nú komin aftur heim.

Eyrún er fyrrum leikmaður Þórs/KA og Stjörnunnar, en hún var nokkrum sinnum í A-landsliðshóp fyrir nokkrum árum.

Selfoss ætlar sér að verða bæði Íslands- og bikarmeistari í sumar, en liðið er með sex stig eftir fjóra leiki í Pepsi Max-deild kvenna. Sumir telja að draumur sé Íslandsmeistaratitil sé nú þegar orðinn að engu, en það á nú eftir að koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner