Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 02. september 2022 21:00
Sverrir Örn Einarsson
Glódís: "She is back"
Icelandair
Glódís í leiknum í kvöld
Glódís í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við lögðum upp með að vinna þennan leik en fyrst og fremst lögðum við upp með góða frammistöðu og mér fannst við sýna það í dag. Mér fannst við yfirspila þær og skorum góð mörk og hefðum getað skorað fleiri og er ég bara gríðarlega ánægð með daginn og leikinn.“ Sagði Glódís Perla Viggósdóttir miðvörður Íslands um leikinn eftir 6-0 sigur Íslands á Hvíta Rússlandi á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 4500 áhorfendur fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 6 -  0 Hvíta-Rússland

Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði Íslands gerði tvö fyrstu mörk Íslands í leiknum og aðspurð sagði Glódís um það að sjá þennan frábæra leikmann blómstra aftur á Laugardalsvelli auk frammistöðu annara leikmanna sem áttu frábæran dag sagði hún.

„Ótrúlega gaman að sjá Söru skora þessi tvö mörk og geggjað fyrir hana. Svolítið svona "she´s back" fílíngur. Amanda átti frábæran leik og mér fannst Dagný líka frábær og Sveindís og mér fannst við spila ótrúlega vel sem lið í dag. Mér fannst við finna svæðin sem voru opin og keyra á þær.“

Um 4500 manns voru á vellinum í kvöld og létu vel í sér heyra á vellinum. Um stuðninginn og stemminguna sagði Glódís.

„Hann var ótrúlega góður. Ég veit ekki hvort það var afþví að það var lítið að gera hjá mér en ég heyrði ótrúlega mikið í Tólfunni og öllum stuðningsmönnunum. Þannig að það var bara ótrúlega gaman að finna þennan auka stuðning og þetta extra ýta í bakið þegar maður var að fara inn í aðra bolta og svona.“

Sagði Glódís en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir leikinn frekar og komandi daga auk verkefnisins sem bíður í Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner