Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. nóvember 2024 11:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Axel Óskar yfirgefur KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar Andrésson og KR hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurin yfirgefi félagið. Þetta staðfestir Axel í samtali við Vísi í dag.

Axel skrifaði undir þriggja ára samning síðasta vetur. Í frétt Vísis segir að riftunarákvæði hefði verið í samningnum sem gerði Axel kleift að yfirgefa félagið.

Hann segir við Vísi að hann sé með nokkuð tilboðum frá félögum hérlendis og eitt erlendis frá. Hann hefur verið orðaður við uppeldisfélagið Aftureldingu en sömuleiðis hefur hann sterklega verið orðaður við ÍA.

Axel Óskar er 26 ára miðvörður sem gekk í raðir Reading árið 2014. Sem atvinnumaður var hann samningsbundinn Reading, Viking, Riga og síðast Örebro. Hann á að baki tvo A-landsleiki. Hann skoraði fjögur mörk í alls 23 leikjum í deild og bikar.

Hann fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í sumar en miklar væntingar voru gerðar til hans eftir heimkomuna úr atvinnumennsku erlendis.

Hann lék gegn Val 16. september sem var hans síðasti leikur með KR. Hann meiddist í aðraganda leiksins gegn Vestra, fyrsta leik eftir tvískiptingu, og kom ekkert við sögu í síðustu fimm leikjum tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner