Fyrir æfingu Barcelona í dag þá hélt stjórinn Hansi Flick klukkustundar langan fund með leikmönnum sínum. Barcelona tapaði fyrir Las Palmas um helgina og er án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum.
„Ég ræddi við þá um að þeir þyrftu að berjast. Menn þurfa að vera tilbúnir, ekki bara í að spila heldur líka í baráttuna. Við þurfum meira þannig hugarfar, þar er svigrúm til bætingar," segir Flick.
„Við fengum nóg af færum gegn Las Palmas og ég sýndi leikmönnum það. En það sem vantaði uppá var baráttuandinn. Menn þurftu að vera tilbúnir að berjast um boltann."
Barcelona er nú bara með eins stigs forystu á Real Madrid og að auki eiga Madrídingar leik til góða.
Athugasemdir