Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   lau 30. nóvember 2024 15:05
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Barcelona tapaði óvænt - Þrír leikir í röð án sigurs
Barcelona 1 - 2 Las Palmas
0-1 Sandro Ramirez ('49 )
1-1 Raphinha ('61 )
1-2 Fabio Silva ('67 )

Topplið La Liga, Barcelona, tapaði óvænt fyrir Las Palmas, 2-1, í Estadio Olimpic Lluis Companys-leikvanginum í Barcelona í dag.

Hansi Flick stillti upp sterku liði gegn Las Palmas og voru heimamenn með undirtökin en gerðu einfaldlega ekki nóg til að landa sigrinum.

Besta færi fyrri hálfleiksins átti Raphinha en hann hafði ekki úr miklu að moða fram að því. Boltinn kom í gegn á Brasilíumanninum sem náði að skapa sér gott pláss með einni gabbhreyfingu, en setti síðan boltann í þverslá.

Snemma í síðari hálfleik tóku gestirnir forystuna. Liðið spilaði hratt frá marki og í gegnum miðju Börsunga áður en Sandro Ramirez fékk boltann úti hægra megin. Hann lét vaða´i fyrsta í fjærhornið framhjá Inaki Pena og í netið.

Raphinha jafnaði metin þegar hálftími var eftir með laglegu skoti fyrir utan teig.

Barcelona hélt stöðunni ekki lengi í 1-1 því sex mínútum eftir mark Raphinha skoraði portúgalski sóknarmaðurinn Fabio Silva sigurmarkið.

Markið kom upp úr gersamlega engu. Javier Munoz kom með ótrúlega sendingu yfir vörn Barcelona og inn á Silva sem tók tvær snertingar áður en hann skaut þéttingsföstu skoti í vinstra hornið.

Börsungar náðu ekki að koma til baka og eru nú án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum. Þrátt fyrir það er liðið á toppnum með fjögurra stiga forystu en Real Madrid á tvo leiki til góða.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner